Blómhausinn* má taka eins og hann kemur fyrir með blómbotninum á, dýfa í soppu og djúpsteikja í olíu. Soppu má gera með því að hræra hveiti út í ögn af mjólk og hafa egg með, eins og þegar pönnukökudeig er búið til. Ef eggjahvítan er þeytt verður soppan frauðmeiri. Svo má hræra hveiti út í bjór, sem er staðinn svo hann freyði ekki lengur. Á sama máta má djúpsteikja kerfilblóm en þau eru ekki eins bragðmikil.

*Blómhaus fífílsins [Taraxacum officinale].

Úr bókinni Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur. Útgefandi: Bókaforlagið Salka. B

Mynd: Fíflahausar djúpsteiktir. Ljósmynd: Einar Bergmundur.

Birt:
16. júní 2014
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Djúpsteiktir fíflahausar“, Náttúran.is: 16. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2007/05/24/djpsteiktir-fflahausar/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 24. maí 2007
breytt: 16. júní 2014

Skilaboð: