Orð dagsins 27. mars 2009.

Barnaföt geta innihaldið þalöt, sem bæði eiga það til að vera krabbameinsvaldandi og trufla hormónastarfsemi líkamans. Þetta kom í ljós í athugun sem Umhverfisdeild Gautaborgar stóð fyrir. Þar voru skoðaðar 5 gerðir stuttermabola fyrir börn, og reyndust allir bolirnir innihalda þalöt. Þalötin leynast helst í myndum og letri á bolunum, einkum í upphleyptum eða háglansandi áletrunum, sem gjarnan eru gerðar úr PVC-plasti með þalöt sem mýkingarefni.

Í löndum Evrópusambandsins er bannað að nota tiltekin þalöt (DEHP, DBP og BBP) í leikföng og smábarnavörur. Fatnaður fellur hins vegar ekki undir þessar skilgreiningar, og því eru engin takmörk á notkun þalata í slíka framleiðslu.
Lesið frétt dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu (IMS) í gær

Birt:
27. mars 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Þalöt bönnuð í leikföngum en ekki fatnaði“, Náttúran.is: 27. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/27/thalot-bonnuo-i-leikfongum-en-ekki-fatnaoi/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. mars 2012

Skilaboð: