Hollustumerkið Skráargatið verður tekið upp á Íslandi á næstunni. Þar með eiga neytendur að geta gengið að því vísu að matvæli sem merkt eru með þessu merki uppfylli þá kröfu að vera hollust í sínum flokki. Myll- an hefur beðið spennt eftir þessari leið til þess að koma á framfæri hollum vörum sínum, að sögn Iðunnar Geirsdóttur, matvælafræð- ings hjá fyrirtækinu.

Skráargatið, sem er eitt elsta hollustumerkið í Evrópu, var tekið upp í Svíþjóð 1989. Fyrir þremur árum gengu Danir og Norðmenn til samstarfs við Svía um merkið. Vegna samstarfsins þurfti að taka tillit til ýmissa nýrra matvæla og ólíkra neysluvenja. Breyta varð bæði skilyrðunum og matvæla- flokkunum til þess að kerfið hent- aði betur stærri og fjölbreyttari hópi neytenda. Mögulega leggja Íslendingar fram óskir og/eða kröfur varðandi endurskoðun á matvælaflokkum og/eða skilyrð- um fyrir Skráargatinu.

Alls eru nú skilgreindir á þriðja tug matvælaflokka sem geta notað Skráargatið og til ein- földunar hafa þeir verið dregnir saman í níu hópa, það er mjólk og mjólkurvörur, fita og olíur, kjöt og kjötvörur, fiskur og fiskafurð- ir, tilbúnir réttir, brauð og korn- vörur, ávextir og grænmeti.

Sem dæmi um skilyrði má nefna að mjólk og sýrðar mjólk- urvörur án viðbættra bragðefna mega ekki innihalda meira magn affituen0,7gíhverjum100g vörunnar. Heildarsykurmagn í sýrðum mjólkurvörum með við- bættum bragðefnum verður að vera undir 9 g í 100 g. MS hefur þegar merkt Skyr.is drykki með Skráargatinu þó svo að hollustu- merkið hafi ekki enn verið tekið formlega í notkun.

Brauð má ekki innihalda meira en 7 g af fitu og ekki meira en 0,5 g af salti í hverjum 100 g. Hins vegar þarf brauð að innihalda að minnsta kosti 5 g af trefjum í hverjum 100 g.

Iðunn Geirsdóttir, matvæla- fræðingur hjá Myllunni, segir fyrirtækið þegar með á markaði sjö brauðtegundir sem uppfylla skilyrði Skráargatsins. „Það eru Eyrarbrauð, nýja brauðið Lífs- korn, tvær tegundir af maltbrauði, danskt rúgbrauð og speltbrauð. Við eigum eftir að draga úr salt- magni í fleiri tegundum af rúg- brauði en við stöndum vel hvað varðar viðmið um magn trefja, fitu og sykurs í þeim,“ segir Iðunn.

Hún getur þess að gerð sé krafa um að 25 prósent af mjölinu séu heilkorn en heilkorn er heilt fræ korntegundar (kím, fræhvíta og klíð). „Heilkorn getur verið kornið sjálft eða heilmalað korn. Fræ eins og hörfræ og sólkjarnar flokkast ekki undir heilkorn þótt þau séu líka afar holl. Heilkorna- skilgreiningin segir ekki alla sög- una.“

Að sögn matvælafræðingsins hefur Myllan beðið lengi eftir leið- um til þess að koma á framfæri hollum vörum sínum á sýnileg- an hátt. „Við erum ánægð með að Skráargatið hafi verið samþykkt en munum bíða með að merkja vörurnar þar til Matvælastofnun hefur sett formlega umgjörð utan um þetta.“

Birt:
23. febrúar 2012
Höfundur:
Fréttablaðið
Uppruni:
Fréttablaðið
Tilvitnun:
Fréttablaðið „Vara merkt Skráargatinu er hollust í sínum flokki“, Náttúran.is: 23. febrúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/02/24/vara-merkt-skraargatinu-er-hollust-i-sinum-flokki/ [Skoðað:16. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 24. febrúar 2012
breytt: 20. nóvember 2013

Skilaboð: