Á laugardaginn mun Jóhann Óli Hilmarsson frá Fuglavernd leiðbeina í fuglaskoðun í Sesseljuhúsi umhverfissetri. Skoðunin hefst kl. 13:00 með fræðsluerindi sem verður fram haldið úti í náttúrunni. Fjölmargar fuglategundir gera sér hreiður á Sólheimum vor hvert svo enginn verður svikinn af fuglasöng og fjölbreytileika fuglanna. Munið að taka kíkinn með!

Fundurinn er hluti af fræðslufundaröðinni „Lesið í landið“ sem Sesseljuhús heldur í samstarfi við Fuglavernd og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Boðið er upp á náttúruskoðun þrjá laugardaga nú á vormánuðum þar semkennt er að lesa í landið. Þetta eru tilvaldar fræðslustundir fyrir alla fjölskylduna.

Allir eru velkomnir á fræðslufundi Sesseljuhúss umhverfisseturs og er aðgangur ókeypis. Sjá nánar á sesseljuhus.is.

Mynd: Skógarþröstur. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.

Birt:
25. maí 2009
Uppruni:
Sesseljuhús
Tilvitnun:
Pálín Dögg Helgadóttir „Fuglarnir okkar - fuglaskoðun á laugardaginn fyrir alla fjölskylduna“, Náttúran.is: 25. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/25/fuglarnir-okkar-fuglaskooun-laugardaginn-fyrir-all/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. febrúar 2012

Skilaboð: