Þekkir þú Euro Velo? Hefur þú hjólað yfir Ísland? En í kringum Reykjavík?
Fjarlægur draumur – eða ekki svo mjög. Gæti efling hjólaferðamennsku verið þakklátt, umhverfisvænt og sjálfbært skref fyrir farsæld þjóðar til framtíðar?

Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi er heitið á málþingi sem haldið verður þ. 24. febrúar nk. fyrir tilstuðlan samstarfshóps um merkingu hjólaleiða á Íslandi. Hvar erum við stödd; hvert stefnum við og hvernig fara menn að í Danmörku og á Bretlandi. Hvað er Euro Velo? Dagskráin er fjölbreytt og vönduð.

Á meðal fyrirlesara er Jens Erik Larssen sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu hjólaferðamennsku í Danmörku og EuroVelo verkefninu, sem er Evrópunet hjólaleiða. Einnig verður breski Íslandsvinurinn Tom Burnham, sérfræðingur í hjólaferðamennsku í dreifbýli, með erindi þar sem hann fjallar um hjólalandið Ísland.

Fjölmargir íslenskir fyrirlesarar miðla þekkingu sinni. M.a. verður sagt frá hjólaleiðum við Mývatn, upplifun af því að hjóla á Íslandi og hverjir hjóla um Ísland, Hjólabókinni, skipulag leiða,  og hvernig hjólaferðamennska gengur á Íslandi. Boðið verður upp á málstofu fyrir þátttakendur. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávarpar málþingið.

Málþingið verður í sal Eflu, verkfræðistofunnar, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík. Það stendur frá kl. 10.30 – 15.30. Þátttökugjald er 4.000 kr, almennt verð og 2.000 kr fyrir námsmenn og atvinnulausa.
Innifalið í því eru kaffiveitingar og hádegisverður.
Hægt er að skrá sig til hádegis 23. febrúar.
Dagskrá og skráning hér.

Birt:
13. febrúar 2012
Tilvitnun:
Sesselja Traustadóttir „Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi“, Náttúran.is: 13. febrúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/02/13/taekifaeri-i-hjolaferdamennsku-islandi/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: