Fyrirtíðarspenna er algengur kvilli sem herjar á konur en þrátt fyrir það hefur henni lítill gaumur verið gefinn í hefðbundnum læknavísindum. Einkenni fyrirtíðarspennu eru mismunandi, konur geta orðið mjög sólgnar í sætindi, átt erfitt með svefn og orðið þunglyndar. Margar konur kvarta um þembu og eymsli í brjóstum vegna mikillar vökvasöfnunar. Þyngdaraukning og bjúgur eru megineinkenni fyrirtíðaspennu, svo og kvíðaköst. Önnur einkenni eru höfuðverkur, ógleði, blöðrubólga, aukin útferð í leggöngum, rauð upphlaup og bólur í húð, kvef og bakverkur.
Öll einkennin má rekja til nokkurs konar ofnæmis fyrir kynhormónunum, sérstaklega fyrir estrógenum. Ástæaðn er sú að estrógenin eru einhverra hluta vegna óeðlilega mikil í líkamanum. Annað hvort er það vegna offramleiðslu þeirra eða vegna þess að lifrin nær ekki að brjóta hormónn niður eins og hún gerir þegar allt er með felldu.
Rett mataræði skiptir miklu máli við meðferð fyrirtíðaspennu. Forðist allt sem veldur auknu álagi á lifrina, einkum áfengi, kaffi, súkkulaði, kóladrykki, feitan og steiktan mat og öll aukefni í mat. Notið helst sjávarsalt í matargerð og með mat og borðið mat sem auðugur er að kalíum, magnesíum, kalsium og B6-vítamíni.

Jurtir gegn fyrirtíðarspennu
Jurtir sem koma jafnvægi á framleiðslu og áhrif estrógena í blóði: t.d. munkapipar, maríustakkur og hindber.
Styrkjandi jurtir: t.d. rósmarín, garðablóðberg og klóelfting.
Jurtir sem styrkja taugakerfið: t.d. garðabrúða, víðir, úlfarunni og jónsmessurunni. Lifrarstyrkkandi jurtir: t.d. túnfífill (rót) og mýrasóley.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn fyrirtíðaspennu
2 x hindber
2 x klóelfting
1 x maríustakkur
2 x túnfífill (rót)
½ x garðabrúða

Takið munkapipar að auki, einu sinni á dag, að morgni.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Fyrirtíðarspenna “, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/fyrirtarspenna/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. febrúar 2012

Skilaboð: