Orð dagsins 23. maí 2008

Sala á sanngirnisvottuðum/réttlætismerktum vörum („Fairtrade“) jókst um 47% milli áranna 2006 og 2007, en á síðasta ári keyptu neytendur slíkar vörur fyrir samtals 2,3 milljarða evra (um 265 milljarða ísl. kr.). Um ein og hálf milljón framleiðenda og verkamanna í 58 þróunarlöndum nutu góðs af þessari sölu. Sala á réttlætismerktum ávaxtasafa fjórfaldaðist, sala á sykri tvöfaldaðist og bananasala jókst um 72%. Þá tvöfaldaðist einnig eftirspurn eftir réttlætismerktri bómull, svo dæmi séu tekin.

Mest var söluaukingin í Svíþjóð, en þar jókst sala á réttlætismerktum vörum um 166% milli ára. Í Noregi var aukningin 110%. Neytendur í Sviss keyptu mest miðað við höfðatölu, en þar keypti hvert mannsbarn réttlætismerktar vörur á árinu 2007 fyrir 20,8 evrur (um 2.400 ísl. kr.).

Lesið fréttatilkynningu FLO á Fairtrade.org í gær

Birt:
23. maí 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Sala eykst á sigæðisvottuðum vörum“, Náttúran.is: 23. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/23/sala-eykst-sigaeoisvottuoum-vorum/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. nóvember 2011

Skilaboð: