Grafík: Jólasería, Guðrún Tryggvadóttir.

Orkunotkun okkar nær hámarki um jólin. Hámark orkunotkunar er merkilegt fyrirbæri því að það ræður í raun stærð virkjana. Þessi afltoppur ákvarðar í raun nauðsynlega stærð virkjana. Það er ekki hægt að geyma rafmagn og því gildir að því hærra sem við teygjum afltoppinn því stærri virkjun þurfum við og þá skiptir litlu máli þó að meðalnotkun dragist saman.

Um jólin þegar að jólaseríur eru kveiktar á næstum hverju heimili, á hverjum vinnustað, í hverjum búðarglugg o.s.fr. er ekki úr vegi að hafa í huga að LED seríur nota brotabrot á við hefbundnar perur og endast margfalt lengur. 500 ljóstvistar eyða jafnmiklu og ein 40 W pera. Þannig er hægt að fá meiri skreytingu fyrir minni orku.

 

Birt:
8. desember 2016
Tilvitnun:
Sigurður Ingi Friðleifsson „Jólaljósin og virkjunarþörfin“, Náttúran.is: 8. desember 2016 URL: http://nature.is/d/2007/12/16/jolaljosin-og-virkjunarthorfin/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. desember 2007
breytt: 8. desember 2016

Skilaboð: