Hið hefðbundna vestræna viðhorf til náttúrunnar felst í því að hún hafi fyrst og fremst nytjagildi fyrir manninn. Þannig hefur náttúran ekkert gildi í sjálfu sér,  heldur einungis gildi að því leyti sem hún þjónar hagsmunum mannsins. Út frá þessu viðhorfi hefur hundurinn einungis gildi þar sem hann ný tist eiganda sínum og er honum til ánægju. Hægt er að leiða rök að því að það borgi sig fyrir manninn út frá hreinu nytjasjónarmiði að vernda náttúrna, eða a.m.k. hluta hennar þar sem öll samfélög manna byggjast á þeirri þjónustu sem náttúran veitir. 
Birt:
16. apríl 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Mannmiðlæg heimspeki“, Náttúran.is: 16. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/16/mannmilg-heimspeki/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. janúar 2009

Skilaboð: