Hráfæðisskólinn býður uppá kvöldskóla í febrúar, mars og apríl 2008.
Kennt er frá kl. 17:30 – 20:30 níu miðvikudagskvöld.
Fyrsti kennsludagur er 6. febrúar, skráning fyrir 25. janúar*

Hluti af kennslunni eru fræðslufyrirlestrar um næringu og mat, áhöld og það sem til þarf.Í hvert sinn munu nemendurnir læra að gera fjölmörga rétti, borða saman og taka matarafganga með sér heim. Hvert kvöld mun hafa sérstakt grunný ema eins og "Viva Italia!" fyrir þá sem elska ítalskan mat, "Austurlenskt undur", "Rokkandi rófur", "Lifandi fæði", "Daglegar dásemdir" og svo auðvita "Dþrðlegir desertar" eins og himnesk súkkulaðikaka, sem er ekki aðeins óborganlega ljúffeng heldur einnig stútfull af hollustu. Hráfæði er sífellt að auka hróður sinn, fleiri og fleiri sjá að í hráfæði og lifandi fæði er falin mikil heilsubót og varla er mögulegt að vera yfir kjörþyngd á hráfæði.

Kennarar eru Lilja Oddsdóttir og Gitte Lassen. Myndin er af Lilju og Gitte.  Námskeiðið er haldið að Stórhöfða 17.

*Nánari upplýsingar í síma 848 9585 eða lithimnugreining@gmail.com.

Birt:
11. janúar 2008
Höfundur:
Hráfæðiskólinn
Tilvitnun:
Hráfæðiskólinn „Kvöldskóli Hráfæðiskólans“, Náttúran.is: 11. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/11/kvoldskoli-hrafaeoiskolans/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. ágúst 2011

Skilaboð: