Sundlaugin LaugarskarðiMikill klór mun hafa lekið úr tanki við sundlaugina við Laugarskarð í Hveragerði og út í Varmá sem rennur þar hjá. Lekinn mun hafa verið allt að 800 lítrar. Klórinn mun þegar hafa valdið dauða fiska í ánni en áhrif á lífríki árinnar eru augljós þó erfitt sé að meta skaðann að svo stöddu. En líklegt má telja að áhrifa gæti um langan tíma. Kostur er þó að nokkur úrkoma á svæðinu hjálpar til við þynningu klórsins. Varmá er friðlýst.

 

Myndin er af sundlauginni Laugarskarði og fengin að láni af vef grapevine.is

Birt:
4. desember 2007
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Klórslys í Varmá“, Náttúran.is: 4. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/04/klorslys-i-varma/ [Skoðað:16. febrúar 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 5. desember 2007

Skilaboð: