gPóstur er hagkvæm lausn fyrir fyrirtæki sem prenta efni til dreifingar í miklu magni, eins og reikninga, yfirlit, launaseðla, markpóst ofl. gPóstur sparar umtalsverðan kostnað sem fellur til vegna viðhalds tækja, dreifingar og vinnustunda.

Lokur eru helsta viðbótin við gPóstinn. Lokur eru umslagalaus póstur sem notar helmingi minna magn pappírs samanborið við hefðbundinn póst í umslagi og er góður kostur fyrir fyrirtæki sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð með að huga að umhverfinu. Með því að minnka það pappírsmagn sem notað er er stuðlað að minni orkunotkun sem verður til vegna framleiðslu, förgunar  og dreifingar. Lokur eru með norrænu umhverfismerkinguna Svaninn sem þýðir að leitast er við að draga úr umhverfisáhrifum á flestum stigum framleiðslunnar.
Upplýsingar eru prentaðar innan á Lokuna og hún svo (gufu) límd aftur. Hægt er að setja einblöðung eða bækling inn í Lokuna. Loka sem inniheldur 12 bls. bækling vegur undir 20 gr og  fellur inn í ódýrasta verðflokk Íslandspósts.  

Prentsmiðja Gutenberg starfar eftir strangri umhverfisstefnu þar sem leitast er við að fara vel með hráefni og draga úr umhverfisáhrifum rekstrarins á skilvirkan hátt.
gPóstur er hagkvæm lausn fyrir fyrirtæki sem prenta efni til dreifingar í miklu magni, eins og reikninga, yfirlit, launaseðla, markpóst ofl. gPóstur sparar umtalsverðan kostnað sem fellur til vegna viðhalds tækja, dreifingar og vinnustunda.
Gutenberg tekur við gögnum á rafrænu formi, meðhöndlar samkvæmt óskum viðskiptavina sinna, prentar og sendir til viðtakanda. Með þessu móti er hægt að ná fram auknu öryggi við meðferð gagnanna auk þess býður þessi leið upp á að gera gögnin birtingarhæf á rafrænu formi í heimabönkum.

Birt:
6. júní 2008
Höfundur:
Gutenberg
Uppruni:
Gutenberg
Tilvitnun:
Gutenberg „Gutenberg kynnir vistvæna lausn í póstsendingum“, Náttúran.is: 6. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/06/gutenberg-kynnir-vistvaena-lausn-i-postsendingum/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: