Orð dagsins 25. nóbember 2008.

Bannað verður að nota frauðplastbakka undir matvörur í Kaliforníu ef tillögur frá hafverndarráði ríkisins ná fram að ganga. Með tillögum sínum vill ráðið minnka ruslið í hafinu, en slíkt er orðið verulegt vandamál í Kaliforníu eins og víðar á strandsvæðum. Frauðplastbakkar hafa þegar verið bannaðir í San Francisco og í 6 sýslum Kaliforníu. Hægt er að endurvinna frauðplastbakka, en aðeins lítill hluti þeirra skilar sér þá leiðina.
Lesið frétt GreenBiz.com í dag.

Birt:
25. nóvember 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Lagt til að frauðplastbakkar verði bannaðir í Kaliforníu“, Náttúran.is: 25. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/25/lagt-til-ao-frauoplast-veroi-bannao-i-kaliforniu/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: