Orð dagsins 11. nóvember 2008.

Á síðasta ári framleiddu norskar fiskeldisstöðvar samtals um 830.000 tonn af eldisfiski. Hins vegar þurfti um 2.500.000 tonn af sjávarfangi til að fóðra þennan eldisfisk, en það er um 200.000 tonnum meira en allar fiskveiðar Norðmanna 2007. Norsk náttúruverndarsamtök hafa bent á, að með fiskeldinu sé í raun verið að breyta þremur fiskum í einn, og að með þessu séu Norðmenn farnir að flytja inn meira af fiski en þeir flytja út.
Lesið frétt á heimasíðu Norges Naturvernforbund í gær

Birt:
11. nóvember 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Reiknisdæmið um fiskeldi gengur ekki upp“, Náttúran.is: 11. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/11/reikningsdaemio-um-fiskeldi-gengur-ekki-upp/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. nóvember 2008

Skilaboð: