Mosfellsbær boðar til málþings um stöðu sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögum á Íslandi

Sveitarfélög á Íslandi eru komin mislangt í vinnu sinni að sjálfbærri þróun undir merkjum Staðardagskrár 21. Áhugavert er að fara yfir og bera saman mismunandi áherslur og aðferðafræði sveitarfélaga í þessum efnum. Um þetta fjallar málþingið, sem fram fer í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2 í Mosfellsbæ (innangengt frá bókasafni), fimmtudaginn 5. nóvember n.k. kl. 16:00-18:00. Málþingið er öllum opið án endurgjalds. Boðið verður uppá kaffiveitingar.

Dagskrá málþings:

  • Setning málþings - Jóhanna B. Magnúsdóttir, formaður Verkefnisstjórnar Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ
  • Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar – hvar stöndum við og hvert stefnum við? - Sigríður Stefánsdóttir, Akureyrarbæ
  • Staðardagskrár 21, verkfæri til að vera til fyrirmyndar? - Eygerður Margrétardóttir, framkvæmdastýra Staðardagskrár 21 í Reykjavík
  • Hvers vegna ég? Þátttaka íbúa í gerð Staðardagskrár 21. - Arnheiður Hjörleifsdóttir, formaður Umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar
  • Sýn íbúa á Staðardagskrá 21 - Sigrún Guðmundsdóttir, íbúi í Mosfellsbæ
  • Þverfagleg tenging innan stjórnsýslunnar - Katrín Georgsdóttir, sérfræðingur umhverfismála hjá sveitarfélaginu Árborg
  • Fyrstu skref sjálfbærrar þróunar í sveitafélaginu Garði - Særún Rósa Ástþórsdóttir, formaður Umhverfisnefndar í sveitarfélaginu Garði
  • Tenging Staðardagskrár 21 við aðalskipulag - Freyr Ævarsson, skipulags- og umhverfissviði Fljótsdalshéraðs
  • Mikilvægi skýrrar stefnumótunar - Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri Mosfellsbæjar
  • Umræður og fyrirspurnig.

Fundarstjóri: Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi.

Mynd frá Mosfellsdal af vef Mosfellsbæjar.

Birt:
4. nóvember 2009
Höfundur:
Staðardagskrá 21
Tilvitnun:
Staðardagskrá 21 „Málþing um sjálfbæra þróun“, Náttúran.is: 4. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/04/malthing-um-sjalfbaera-throun/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: