Þrjár af hverjum fjórum tannkremstegundum innihalda efni sem geta verið skaðleg umhverfi og heilsu, svo sem ofnæmisvaldandi ilmefni, rotvarnarefni eða bakteríudrepandi efnið Triclosan. Þess er jafnvel dæmi að tannkrem, sem er sérstaklega ætlað börnum, innihaldi propþlparaben sem talið er geta truflað hormónastarfsemi líkamans.

Í nýrri athugun dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar fyrir umhverfi og heilsu (IMS) kom þó í ljós, að 13 af þeim 56 tannkremstegundum sem prófaðar voru innihéldu engin skaðleg efni. Reyndar voru ilmefni í þeim öllum, en í þessum 13 tilvikum var þar um að ræða efni sem ekki eru á lista yfir þekkta ofnæmisvalda. Prófessor við danska tannlæknaskólann mælir með því að fólk noti sama tannkrem fyrir alla fjölskylduna, í stað þess að kaupa sérstakar gerðir tannkrems fyrir börnin. Þannig er einfaldara að hafa yfirsýn yfir efnainnihaldið. Þó þarf að gæta þess að börn noti tannkrem í hófi, til að þau fái hæfilegan flúorskammt við hverja burstun.

Lesið frétt á heimasíðu IMS 5. janúar sl.
og skoðið hvaða 13 tannkremstegundir stóðust prófið

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21

Birt:
8. janúar 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 8. janúar 2008“, Náttúran.is: 8. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/08/oro-dagsins-8-januar-2008/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. janúar 2008

Skilaboð: