Landvernd stendur fyrir kynningu á Vistvernd í verki fyrir atvinnulífið í sal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 1. október kl. 14:00. Á fyrirlestrinum segja brautryðjendur Global Action Plan (GAP) í Evrópu,  þau Marilyn og Alexander Mehlmann og  Peter van Luttervelt, frá vinnustaðaverkefni GAP í Evrópu og víðar. Farið verður í helstu þætti verkefnisins og rætt um mögulega þróun þess á Íslandi. Gert er ráð fyrir líflegum umræðum í lok fundar.
 
Vistvernd í verki er alþjóðlegt umhverfisverkefni sem starfrækt hefur verið á Íslandi í um 10 ár. Um er að ræða samfélagslegt verkefni sem gengur út á að endurskoða neysluvenjur og daglegar athafnir með tilliti til umhverfisins og auka um leið hagkvæmni í rekstri heimilis og fyrirtækja. Vistvernd í verki fyrir atvinnulífið er rökrétt framhald af námskeiðum Vistverndar í verki fyrir heimili sem Landvernd hefur staðið fyrir undanfarin ár. Hér á landi hafa hátt í þúsund fjölskyldur og einstaklingar hafa tekið þátt í visthópum Vistverndar í verki. Fyrirlesturinn í Þjóðminjasafninu er hugsaður sem skref í þá átt að innleiða Vistvernd í verki fyrir atvinnulífið hér. Marilyn og Alexander Mehlmann eru verkefnisstjórar GAP í Evrópu og hafa þau ásamt Peter van Luttervelt  verið í fremstu víglínu verkefnisins frá upphafi. Peter  var um árabil stjórnandi GAP í Hollandi en einmitt þar hefur verkefnið náð hvað mestum árangri á heimsvísu.
 
Sé þess óskað gefst áhugasömum aðilum í atvinnurekstri tækifæri til að funda með fulltrúum GAP, 2. október nk.
 
Nánari upplýsingar gefur Sigrún Pálsdóttir, verkefnisstjóri Vistverndar verki hjá Landvernd í síma 552 5242. Sjá einnig: landvernd.is/vistvernd
Birt:
29. september 2008
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Sigrún Pálsdóttir „Vistvernd í verki fyrir atvinnulífið“, Náttúran.is: 29. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/29/vistvernd-i-verki-fyrir-atvinnulifio/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: