„Enda skaltu börnum þínum kenna fræði mín“ um drauma og sagnir úr minni völvunnar

Laugardaginn 25. júlí kl. 11:00 – 13:00 mun Laugarbakkinn – sagnasetur bjóða upp á örnámskeið um drauma og fornar sagnir að Grettisbóli í Miðfirði. Rþnt verður í sagnir sem tengjast Húnaþingi á einn eða annan hátt, rætt um hvernig fornar sagnir og draumar tengjast og hvernig sagan og draumurinn býr í náttúrunni.  Aðaláherslan verður lögð á að læra að nýta sér hvort tveggja í daglegu lífi. Leiðbeinandi er Valgerður H. Bjarnadóttir.

Ef veður leyfir verður námskeiðið utandyra í Grettishringnum (svo gott er að klæða sig samkvæmt veðri), en inni í Grettisbóli ef alls ekki viðrar til útiveru. Námskeiðið er öllum opið og sniðið að börnum líka, þótt mjög ung börn kunni að fyllast leiða þegar líður á. Yfirskriftin er sótt í kvæði Guðmundar Böðvarssonar, Völuvísu.

Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey,
enda skalt þú börnum þínum kenna fræði mín,
sögðu mér það álfarnir í Suðurey,
sögðu mér það dvergarnir í Norðurey,
sögðu mér það gullinmura og gleymmérey
og gleymdu því ei
að hefnist þeim er svíkur sína huldumey,
honum verður erfiður dauðinn.

Laugarbakkinn er samstarf Grettistaks, Bardúsu, Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu og Reykjahöfða. Verkefnið er styrkt af Menningarráði N.v., Vaxtarsamningi N.v. og Saga Capital.

Mynd: Börn að Gásum að flétta kransa úr stráum. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
24. júlí 2009
Tilvitnun:
Valgerður H. Bjarnadóttir „Örnámskeið um drauma og fornar sagnir á Laugarbakka í Miðfirði“, Náttúran.is: 24. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/24/ogualdarmarkaoi-laugarbakka-i-miofiroi/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: