Aðalfundur Landverndar árið 2007, haldinn að Sólheimum í Grímsnesi, 5. maí 2007,
áyktar:

Brýnt er að við frekari uppbygginu vega um óbyggð svæði verði gerður greinarmunur á milli ferðamannavega og almennra vega bæði hvað varðar gerð vega og val á staðsetningu. Almennir vegir skulu þá almennt byggðir með það að leiðarljósi að gera vegfarendum og flutningabílum mögulegt að komast fljótt og örugglega á milli á́fangastaða. Ferðamannavegir skulu hinsvegar þjóna þeim tilgangi að gera ferðafólki, jafnt innlendum sem erlendum ferðamönnum, mögulegt að fara um áhugaverð svæði í þeirri hægð og í þeim áföngum sem hentar til skoðunar á landslagi og náttúrufari.

Til skýringar

  • Ferðamannavegir eru sérstaklega ætlaðir umferð ferðamanna, sem njóta vilja
    landslags og náttúrufars. Þeir geta verið með ýmsu móti, eftir því um hvers
    konar umferð er verið að ræða.
  • Ferðamannavegir skulu svo lagðir og byggðir, að þeir raski sem minnst landslagi því og náttúrufari, sem þeir liggja í og um, litið til öryggis umferðar og annarra þarfa.
  • Ferðamannavegi skal miða við að þá megi aka með þeirri hægð og í þeim á́föngum, sem hentar til skoðunar á landslagi og náttúrufari, en eigi við að komast megi á sem skemmstum tíma milli staða, né að þeir skuli bera þungaumferð.
  • Almennir vegir eru ætlaðir undir almenna umferð með þeim takmörkunum á hámarkshraða, sem á þeim eru sett, en taka ella mið af því að fólk og flutningur megi komast skjótt, hagkvæmt og örugglega milli staða.
  • Vegir á miðhálendi Íslands verði að öðru jöfnu byggðir sem ferðamannavegir,
    en ýmsir vegir í byggð, eða á öðrum hálendum og óbyggðum, skulu líka lagðir
    og byggðir sem slíkar.
Birt:
6. maí 2007
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Ályktun um almenna vegi og ferðamannvegi - Landvernd“, Náttúran.is: 6. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/06/lyktun-um-almenna-vegi-og-feramannvegi-landvernd/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. maí 2007

Skilaboð: