Tilkynnt hefur verið um fyrirtækin Maður lifandi, Himnesk hollusta, Bio Vörur og Grænn kostur hafi sameinast með þátttöku Salt Investments sem er í eigu Róberts Wessmans. Í tilkynningu segir:

Að markmið sameiningarinnar sé að búa til öflugt fyrirtæki, sem byggir á þeirri sýn, að hollt mataræði stuðli að heilbrigði og auki lífsgæði. Yfirlýst markmið nýja félagsins sé að bæta mataræði og neysluvenjur ungra sem aldinna og huga jafnframt að útvíkkun á starfsemi félagsins til annarra landa.

Maður lifandi hefur rekið matsölu og verslun á tveimur stöðum í Reykjavík.
Grænn kostur var einn brautryðjanda í sölu spennandi hollra máltíða.
Himnesk hollusta framleiðir mat og salat til sölu í verslunum auk þess að flytja inn hollustuvörur.
Bio Vörur eru heildverslun með hollustuvörur.

Spennandi verður að sjá hverju þetta öfluga samstarf fær áorkað.

Birt:
8. janúar 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Sameining á heilsumarkaði“, Náttúran.is: 8. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/08/sameining-heilsumarkaoi/ [Skoðað:19. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. janúar 2008

Skilaboð: