Slow Food eru alþjóðleg samtök áhugafólks um mat og umhverfisvernd sem stofnuð voru á Ítalíu árið 1986. Samtökin voru stofnuð til höfuðs skyndibitamenningunni og til verndar staðbundnum mat og matreiðsluvenjum og þeim dýrum og plöntum sem liggja þeim til grundvallar. Samtökin hafa núna 83.000 meðlimi í 122 löndum.

Samtökin vinna að markmiðum sínum meðal annars með uppfræðslu almennings um mat, matarvenjur og matvælaframleiðslu, með baráttu gegn notkun skordýraeiturs, með því að vinna að fjölbreytni í ræktun dýra og planta og reksturs fræbanka og með stuðningi við lífræna ræktun. Aðalskrifstofa samtakanna eru í bænum Bra, sem er nálægt Tórínó á Norður-Ítalíu.

Matarklasar byggja að meira eða minna leiti á kenningum hægrar matarmenningar/slow food t.a.m. félagið Matur úr Eyjafirði (áður Matur úr héraði). Sjá hér á grænum síðum þá félaga í Mat úr Eyjafirði sem kenna sig við hæga matarmenningu.

Fulltrúi samtakanna á Íslandi er Eygló Björk Ólafsdóttir. Samtökin hafa tilnefnt íslensku geitina á „bragðörkina“ sína sem dýrategund í útrýmingarhættu sem ber að vernda vegna þeirra afurða sem hún getur gefið af sér.

Sjá grein Ólafs Dýrmundssonar um íslensku geitina á vef samtakanna.

Birt:
15. mars 2009
Höfundur:
Wikipedia
Tilvitnun:
Wikipedia „Hvað er Slow Food?“, Náttúran.is: 15. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2008/01/31/hvao-er-slow-food/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 31. janúar 2008
breytt: 18. júní 2010

Skilaboð: