Kaffi Hljómalind er samvinnurekið kaffihús til húsa að Laugavegi 21. Allur matur fyrir utan rjóma, smjör og osta er vottaður lífrænn og flest líka fair trade -vottað. Staðurinn býður upp á jurtafæði þar sem farið er eftir jógafræðum við val á hráefnum til að hafa hann sem næringaríkastan. Kaffið Súmatra Gayo mountain kemur frá eyjunni Súmötru í Indonesíu og er í hæsta gæðaflokki, fair trade og lífrænt vottað.

Kaffi Hljómalind er reyk og áfengislaust menningarlegt kaffihús, það er vettvangur fyrir lifandi samfélagsumræðu, námskeið, rökræður, fyrirlestra ofl., auk þess að vera vettvandur fyrir grasrótarlist – kvimyndir, ljóðalestur, tónleika, myndlist, dans, leikhús o.s.fr. Kaffi Hljómalind er opið öllum óháð stærð né stöðu, aldri eða vinsældum.

Þar er boðið upp á heimagerða svaladrykki, kaffi, kökur, samlokur, súpur (ávallt Vegan) og fleira. Kaffi Hljómalind er byggt á hugmyndafræðinni Prout (progressive utilisation theory).

Myndirna eru teknar í Kaffi Hljómalind. Ljósmyndir: Vala Smáradóttir.

Birt:
13. júlí 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Kaffi Hljómalind“, Náttúran.is: 13. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/13/kaffi-hljmalind/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. október 2008

Skilaboð: