HR vinnur nú að umhverfisstefnu sem studd er fjórum stoðum; rannsóknum, kennslu, samgöngum og rekstri, sjá nánar hér. Stoðirnar fjórar taka til helstu áhrifa sem starfsemi skólans hefur á umhverfið. Gert er ráð fyrir að stefnan liggi fyrir í sumar og strax verði farið að vinna að henni, enda margt spennandi og aðkallandi sem knýr á um aðgerðir. Nægir þar að nefna flutning HR í nýtt húsnæði í Vatnsmýri með tilheyrandi umferð og lausnum sem beita má til að lágmarka áhrif starfsfólks og nemenda á loftgæði borgarinnar.

Skipulagt og sýnilegt umhverfisstarf er hluti af því að huga til framtíðar eins og fremstu háskólar vinna að um heim allan, svo ekki sé minnst á fyrirtæki. Háskólasamfélagið hefur afar víðtæk áhrif á umhverfið, svo sem óbein áhrif með kennslu sinni og rannsóknum, menntun framtíðarstjórnenda og starfsmanna. Einnig með því að leita lausa sem mæta kröfum framtíðar um orkuný tni og aðrar umhverfisvænar lausnir.

Ráðgjafafyrirtækið Alta hefur aðstoðað við þessa vinnu með fræðslu og hugarflugsfundum. Spennandi verður að fylgjast með starfi HR sem hefur alla burði til að vera hið innihaldsríkasta og áhrifamikið í íslensku samfélagi.

Birt:
26. apríl 2009
Höfundur:
Alta
Tilvitnun:
Alta „Háskólinn í Reykjavík mótar sér umhverfisstefnu“, Náttúran.is: 26. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/26/haskolinn-i-reykjavik-motar-ser-umhverfisstefnu/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: