Rethink Games Ltd, er fyrirtæki sem Lili Larratea og Caroline Barnett reka í London og gefa út sitt fyrsta umhverfisvæna borðspil sem ber nafnið Rethink (ísl. Endurskoðaðu/Hugsaðu upp á nýtt).

Markmið leiksins er að fá fólk til að hugsa, eða endurmeta, hvernig hægt er að láta hluti í umhverfi okkar verða umhverfisvænni. Leikmenn læra um sjálfbæra hönnun með því að finna upp á leiðum til að breyta því sem við gerum svo hægt sé að gera lífsstíl okkar umhverfisvænni.

Meginý áttur leiksins eru samskipti og að deila hugmyndum sem getur gengið það langt að birta hugmyndir sínar og teikningar í netútgáfu leiksins. Þegar leikurinn hefur verið keyptur er hægt að skrá sig á vef leiksins og búa til aðgang. Þannig er hægt að skiptast á hugmyndum við alla þá sem spila leikinn. Hægt er að skoða hugmyndir annarra og segja sína skoðun. Einnig er hægt að vinna "Project of the month" keppnina þar sem besta hugmyndin er verðlaunuð.

En hvernig virkar leikurinn sjálfur? Borðspilið samanstendur af rokki og teikniblöðum. Leikmenn snúa hjólinu sem ákveður af handahófi hvaða litaspil á að taka upp. Á teikniblaðinu er verkefni sem þarf að klára. Leikmenn eru beðnir um að koma með hugmyndir og eiga að teikna þær, skrifa þær eða bæði. Einnig eru leikmenn hvattir til að ræða hugmyndir sínar.

Í augnablikinu er bara hægt að panta leikinn í Bretlandi. Hægt er að greiða með PayPal, kredit- og debetkortum. Fyrir þá sem búa ekki á Bretlandi en vilja samt nálgast leikinn er bent á að senda email á orders@rethinkgames.com með nánari upplýsingum.


Nánari upplýsingar um borðspilið má nálgast á vef Rethink .

Upplýsingar af vef Treehugger og Rethink .
Myndir af vef Rethink .

Birt:
27. nóvember 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Rethink - nýtt borðspil“, Náttúran.is: 27. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/26/rethink-nytt-borospil/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. nóvember 2007
breytt: 27. nóvember 2007

Skilaboð: