Það borgar sig að flokka sorp og endurvinna. En endurvinnsla er ekki aðeins fólgin í að flokka og fara með til endurvinnslustöðva. Það má líka endurnýta heima og búa til skemmtilega hluti úr „ruslinu“ eins og t.d. skrín.

Þú þarft: Tómar fernur, klæðisbút eða skrautpappír, lím og skæri, perlur eða annað skraut.

Klipptu ofan af fernunni og þá er skrínið tilbúið. Klipptu svo lok af annarri fernu, jafnvel örlítið stærri, svo að skrínið lokist vel. Síðan má líma klæði eða pappír utan á skrínið og lokið og skreyta af hjartans lyst. Steinn, köngull eða perla henta vel sem handfang ofan á lokið.

Birt:
18. apríl 2010
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Fernuskrín“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/16/fernuskrn/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. maí 2007
breytt: 25. júní 2014

Skilaboð: