Náttúrugæslustöðin-Reykjavík er samstarfsverkefni þar sem kynnt er fyrir almenningi hvernig hægt er að bæta sitt nánasta umhverfi á skemmtilegan og skapandi hátt. Kynntar eru til sögunnar óhefðbundnar tilraunir sem almenningur getur tekið þátt í og taka á raunverulegum vandamálum í umhverfinu. Þetta eru vandamál sem öll hafa áhrif á okkur - samkvæmt rannsóknum íslenskra vísindamann.

Markmiðið með þessum tilraunum er að brjóta upp hefðbundnar hugmyndir um verndun náttúrunnar og hvetja okkur til nýrrar og djarfari sýnar á tengsl okkar við náttúruna. Hugtakið umhverfisheilsa verður kynnt til sögunnar og lögð áhersla á að kynna lausnir sem gætu tryggt góða náttúruheilsu til langframa. Sem dæmi um þetta verður lögð áhersla á að kynna hvernig bæta megi ástand Tjarnarinnar í hjarta Reykjavíkur og svæðisins þar í kring.

Verkefnið er samstarf listakonunnar og verkfræðingsins Natalie Jeremijenko, Lani Yamamoto og Hugmyndasmiðjunnar, Gallerþ 100° í Orkuveitu Reykjavíkur, Listaháskóla Íslands, Reykjavíkurborgar, Náttúruskóla Reykjavíkur, hérlendra vísindamanna og fyrirtækja.

Verkefnið verður á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2009 og fer fram í Gallerí 100° og við Tjörnina í Reykjavík.

Verkefnið hefst laugardaginn 16. maí og á dagskránni verða ýmsir viðburðir eins og:

Tjörnin í nýju ljósi, kl. 11:00 -14:00:

  • Fyrsti ör-garðurinn afhjúpaður við Ráðhúsið, þar sem bílastæði er breytt í lítinn garð sem hefur þann tilgang að hreinsa nánasta umhverfi.
  • Hægt verður að ganga umhverfis Tjörnina með mismunandi kort sem varpa ljósi á ólík vistkerfin þar í kring – menningarleg, söguleg og líffræðileg.
  • Hægt verður að gefa fuglum og fiskum náttúrulega fæðu en tilgangurinn er að gefa þessum dýrum fjölbreyttari fæðu en brauð sem stuðlar að minni mengun í Tjörninni.
  • Gestum verður boðið upp á að gróðursetja tré og plöntur sem styðja við vistkerfi Tjarnarinnar.
  • Hægt verður að keyra rafgæsir um Tjörnina og eiga þannig samskipti við fuglana á tjörninni með ný stárlegum hætti.

Yfirlitssýning Gallerí 100° Orkuveitunni Bæjarhálsi 1, kl. 15:00 – 17:00

Sýningin er heildaryfirlit verkefnisins þar sem sjást á einum stað tillögur að því hvernig bæta má umhverfið, t.a.m. með því að planta klónuðum trjám vítt og breitt um borgina til að hreinsa loftið, rækta hornsíli heima, prufa að borða sömu fæðu og fuglar, breyta ónotuðum bílastæðum í ör-garða sem geta hreinsað loftið og vatnið í bænum og stutt við fuglalíf. Þar verður einnig hægt að keyra rafgæsirnar og fá sérstakt ökuskírteini sem viðurkenningu.

Á opnuninn verður kynninga á verkefninu og hugtakinu umhverfisheilsa. Mælendur eru: hugmyndasmiðurinn Natalie Jeremijenko, Hilmar Malmquist líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá og Ellý Katrín Guðmundsdóttir sviðsstjóri Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.

Á sýningartímanum verður sett upp miðlæg vefsíða þar sem tilraununum og framgangi þeirra er lýst. Slóðin verður auglýst síðar. Sýningin stendur til 26.júní.

Nemendur og kennarar geta fengið leiðsagnir um sýninguna í Gallerí 100° á tímabilinu 18.maí til 26.júní. Hægt er að panta leiðsagnir á netfangið natturulega@gmail.com

Upplýsingar veitir Lani Yamamoto í síma 663 6812 og Eva Rún Þorgeirsdóttir í síma 695 4428.

Frekari upplýsingar er einnig að finna á:

Environmentalhealthclinic.net,
hugmyndasmidjan.is,
natturuskoli.is.

Birt:
11. maí 2009
Tilvitnun:
Listahátíð í Reykjavík „Náttúrugæslustöðin-Reykjavík á Listahátíð“, Náttúran.is: 11. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/11/natturugaeslustooin-reykjavik-listahatio/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. maí 2009

Skilaboð: