Umhverfisstofnun auglýsir, í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð, námskeið fyrir áhugafólk um sjálfboðastörf í náttúruvernd. Námskeiðið fer fram í Skaftafelli dagana 1. til 3. maí. Sjálfboðastörf fela í sér góðan félagsskap í náttúru Íslands þar sem fólk leggur sitt af mörkum til náttúruverndar. Ekki má heldur gera lítið úr því hversu heilsusamleg slík útivinna getur verið. Þátttaka í námskeiðinu gefur kost á þátttöku í sjálfboðastörfum í sumar á vegum Umhverfisstofnunar. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 manns.

Farið verður með rútu frá Reykjavík eða Höfn föstudaginn 1. maí og komið þangað aftur sunnudaginn 3. maí. Rútuferðir, matur, skálagisting og námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Leiðbeint verður um verkfæri, vandkvæði og verklag við stígagerð sem og annað sem mikilvægt er við sjálfboðastarf. Æskilegt er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri. Berist fleiri umsóknir en hámarksfjöldi segir til um verður dregið um laus sæti.

Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2009. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem hægt að nálgast hér að neðan og í móttöku Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24, Reykjavík.

Umsóknareyðublöð skulu send á netfangið ust@ust.is eða á Umhverfisstofnun Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Umsóknareuyðublað um sjálfboðaliðanámskeið 1.-3. maí 2009.

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um. Mynd: Stúlkutré gróðursett í Vigdísarlundi í Sigurlundi í landi Skaftholts í júní 2008 en Sigurlundur var gróðursettur sem kolefnisjöfnunarátak, unnið í sjálfboðavinnu í tenglsum við Náttúrutónleika Bjarkar Guðmundsdóttur og SigurRósar. Ljósmyn: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
21. apríl 2009
Höfundur:
Umhverfisstofnun
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í náttúruvernd“, Náttúran.is: 21. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/21/umhverfisstofnun-auglysir-namskeio-i-natturuvernd/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: