HáskólatorgAnnað heimskaffið, sem er hugarflugs samseta, verður laugardaginn 28. kl 16:30 á Háskólatorgi. Þessar samsetur eru hugsaðar til að finna hugmyndir og viðhorf grasrótarinnar til ákveðinna málefna. Á fyrsta heimskaffinu var tekið á nýsköpun en nú er ætlunin að fjalla um sjálfbærni. Aðalsprautan í þessum fundum er Krisín Vala Ragnarsdóttir deildarforseti Verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún stóð fyrir slíkum fundum í Englandi og var umhverfisstefna Bristol m.a. mótuð með þessum hætti. Undirritaður tók þátt í fyrsta fundinum og var það mjög skemmtilegt og fræðandi. Fólk úr ýmsum áttum hittist á fundunum og kynnist hugmyndum hvers annars og finnur sameiginlega fleti á viðfangsefnum. Samseturnar fara þannig fram að fólki er dreift á borð og svo er hrært í blöndunni reglulega þannig að sem flestir hittist og ræði málin. Í lok fundar eru niðurstöður borða kynntar og teknar samn til frekari úrvinnslu. Oft má sjá eitthvað þema spretta fram eða áherslur á viss atriði sem hópunum finnst skipta meira máli en önnur.

Að þessum fundi stendur, ásamt Kristínu Völu,  Hugmyndaráðuneytið sem er samfélagsverkefni sem byggir á sjálfboðavinnu og tók til starfa í byrjun þessa árs. Hugmyndaráðuneytið stendur fyrir reglulegum hópfundum þar sem frumkvöðlar, hugsuðir og fagmenn frá ólíkum sviðum atvinnulífins, háskólunum og stjórnsýslunni hittast og skiptast á hugmyndum, reynslusögum, hlusta á fyrirlestra, mynda tengsl og veita hvert öðru stuðning til framkvæmda.

Birt:
26. febrúar 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Heimskaffi 2: Sjálfbærni“, Náttúran.is: 26. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/26/heimskaffi-2-sjalfbaerni/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: