Matjurtargörðum verður fjölgað sumarið 2009. Við urðum vör við vaxandi áhuga á matjurtargörðum bæði vegna efnahagsástandsins og almenns áhuga á að rækta grænmeti með fjölskyldunni,? segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Í ljósi þessa hafi ráðið ákveðið að stíga þetta græna skref í Reykjavík næsta sumar.

Þorbjörg Helga bþst við að fleiri hafi áhuga á matjurtargörðum borgarinnar næsta sumar og munu því garðsvæði í Skammadal, lausir garðar í nokkrum skólagörðum standa þeim til boða ásamt skólagörðunum í Elliðaárdal neðan Stekkjarbakka sem ekki verða nýttir undir skólagarða í sumar.

Matjurtargarðar á vegum borgarinnar eru að mínu mati spennandi verkefni til framtíðar og ég vona að þetta verði vinsæl iðja því hér er um holla útvist að ræða og búbót fyrir fjölskyldur í borginni,? segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Hún segist einnig sjá fyrir sér þróun á þessu verkefni í samstarfi við áhugafélög og fagmenn. Garðyrkjudeild Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar leigir út garðlöndin til borgarbúa, innheimtir leigugjöld og sér um eftirlit yfir ræktunartímann. Garðarnir verða leigðir út á kostnaðarverði.

Frekari upplýsingar veitir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir í síma: 692 2629

Myndin er af stúlku í skólagörðunum. Ljósmynd: Vala Smáradóttir.
Birt:
29. janúar 2009
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Matjurtargörðum verður fjölgað sumarið 2009“, Náttúran.is: 29. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/29/matjurtargoroum-verour-fjolgao-sumario-2009/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. febrúar 2009

Skilaboð: