SORPA bs. hefur á síðustu árum gefið út skemmtileg og  fróðleg almanök. Almanak SORPU fyrir 2008 fá  allir viðskiptavinir SORPU sér að kostnaðarlausu. Hægt er að nálgast þau á öllum endurvinnslustöðvum SORPU, í Góða hirðinum og á vigt móttökustöðvar svo lengi sem birgðir endast. Almanakið inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar um flokkun úrgangs og endurnýtingu. Eins og undanfarin ár er það sent í alla skóla og leikskóla á höfuðborgarsvæðinu.

Nemendur í Vinnuskóla Reykjavíkur myndskreyttu almanak SORPU að þessu sinni. Verkin eru afrakstur samstarfsverkefnis SORPU og Vinnuskóla Reykjavíkur síðastliðið sumar en það bar heitið Sköpun úr rusli. Tilgangur verkefnisins var að auka umhverfisvitund nemenda Vinnuskólans og fá ungmennin til að skoða rusl í nýju ljósi og sjá það sem hráefni í nýjar vörur eða listaverk. Markmiðið var einnig að virkja sköpunarkraft þeirra, enda er forsenda endurvinnslu góðar hugmyndir um hvernig megi nýta það rusl sem til fellur.
 
Myndin er af forsíðu almanaks Sorpu 2008.
Birt:
4. janúar 2008
Höfundur:
SORPA bs
Uppruni:
SORPA bs
Tilvitnun:
SORPA bs „Almanak Sorpu 2008“, Náttúran.is: 4. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/04/almanak-sorpu-2008/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: