Skipulagsstofnun býður til málþings um skipulag og loftslagsbreytingar fimmtudaginn 25. september kl. 14:00 á Grand Hótel. Loftslagsbreytingar og aðgerðir til að draga úr þeim eru eitt helsta viðfangsefni stjórnvalda víða um heim. Skipulag byggðar og samgöngumáti eru talin hafa mikil áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda og því er skipulag mikilvægt stjórntæki til að draga úr losun. Á málþinginu verður sjónum beint að samhengi skipulags við loftslagsbreytingar.

14.00 - 14.15 Ávarp - Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.   
14.15 - 14.35 Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi - niðurstöður skýrslu vísindanefndar: Halldór Björnsson formaður vísindanefndar um loftslagsbreytingar.
14.35 - 14.55 Áhrif skipulags á losun gróðurhúsalofttegunda frá umferð í þéttbýli:  Þorsteinn R. Hermannsson, Mannviti verkfræðistofu.
14.55 - 15.15 Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sjávarflóðum:  Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsókna og þróunar hjá Siglingastofnun.
15.15 - 15.40 Kaffihlé
15.40 - 16.00 Sveitarfélög og aðgerðir í loftlagsmálum: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.
16.00 - 16.20 Planning and Climate Changes in Scotland: Carrie Smith, skipulagsfræðingur hjá Scottish Government.
16.20 - 16.35 "Fremtidens Nordiska Stad" – Norrænt samstarfsverkefni: Hafdís Hafliðadóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs á Skipulagsstofnun.
16:35 - 17:00 Umræður og þinglok.

Fundarstjóri er Stefán Thors.

Myndin er frá Jökulsárlóni. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
25. september 2008
Höfundur:
Skipulagsstofnun
Uppruni:
Skipulagsstofnun
Tilvitnun:
Skipulagsstofnun „Málþing um skipulag og loftslagsbreytingar“, Náttúran.is: 25. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/25/malthing-um-skipulag-og-loftslagsbreytingar/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: