}

Sýningin Sjálfbæra heimilið opnar í Sesseljuhúsi

Staðsetning
Óstaðsett
Hefst
Laugardagur 06. júní 2015 13:00
Lýkur
Laugardagur 06. júní 2015 17:00
til baka sjá mánuð

Tengt efni

Einn veggur sýningarinnar Sjálfbæra heimilið í Sesseljuhúsi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sýningin Sjálfbæra heimilið opnar í Sesseljuhúsi laugardaginn 6. júní kl. 14:00 en sýningin er hluti af Menningarveislu Sólheima á 85 ára afmælisári.

Sýningin er unnin í samstarfi við Náttúran.is en hönnun á veggjum Hússins er eftir Guðrúnu Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsdóttur og eru úr Húsinu og umhverfinu*, vef- og appi Náttúran.is. Hugmyndavinna, textagerð og hönnun sýningarinnar var samstarfsverkefni starfsmanna og starfsnema Sesseljuhúss; Herdísar Friðriksdóttur, Axels Benediktssonar og Małgorzata Lisowska. Nemar á vegum CELL* Teddy Jones, Charlotte Kuliak, og Savanna Richter unnu að upplýsingaöflun og textagerð. Smíði var í höndum Lárusar Sigurðssonar og Christelle Bimier. Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur er færðar sérstakar þakkir fyrir innblástur.

Upplýsingar sem fram koma á sýningunni eru fengnar víða. Stuðst var við bækurnar Vakandi Veröld eftir þær Margréti Marteinsdóttur og Rakel Guðnadóttur, og Verum Græn – Ferðalag í átt að sjálfbærni eftir þær Ásthildi Björgu Jónsdóttur, Ellen Gunnarsdóttur og Gunndísi Ýr Finnbogadóttur. Stuðst var við upplýsingar frá Umhverfis-
stofnun SORPU, Orku náttúrunnar, Náttúran.is og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkti gerð sýningarinnar.

*Húsið og umhverfið er í app-útgáfum og vefútgáfu á Náttúran.is og verður hægt að skoða kynningu á HÚS-útgáfunum á sýningunni.

Birt:
4. júní 2015
Tilvitnun:
Herdís Friðriksdóttir, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sýningin Sjálfbæra heimilið opnar í Sesseljuhúsi“, Náttúran.is: 4. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2015/06/03/syningin-sjalfbaera-heimilid-opnar-i-sesseljuhusi/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. júní 2015
breytt: 8. júní 2015

Nýtt efni:

Veður frá windyty.com

Skilaboð: