}

Stígum varlega til jarðar - áhrif ferðamannsins á náttúru Íslands - málþing í Gunnarsholti

Staðsetning
Gunnarsholt
Hefst
Fimmtudagur 23. október 2014 11:30
Lýkur
Fimmtudagur 23. október 2014 16:30
til baka sjá mánuð

Tengt efni

Hver í Reykjadal. Ljósm. Guðrún Tryggadóttir.Málþing um áhrif fermamanna á náttúru Íslands  verður haldið þ. 23. október 2014 kl. 12:30 - 23. október 2014 kl. 16:20

„Stígum varlega til jarðar" er yfirskrift málþings um áhrif ferðamannsins á náttúru Íslands sem fer fram í Gunnarsholti fimmtudaginn 23. október nk. kl. 12:30-16:20.  Fyrir því standa Umhverfisstofnun og Landgræðslan í samstarfi við Ferðamálastofu.

Fjallað verður um það álag sem íslensk náttúra verður fyrir við aukinn ágang ferðamanna og hvaða leiðir eru færar til að bregðast við. Pallborðsumræður verða í lok málþings.

Þátttaka í málþinginu er öllum opin, að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á súpu og brauð í mötuneyti Landgræðslunnar í Gunnarsholti.

Dagskrá:

11:30 Súpa og brauð

12:30 Ávarp; Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri

12:35 Málþing sett; umhverfis- og auðlindaráðuneytið

12:45 Auðlind til framtíðar: Skipulag og framtíðarsýn sem grundvöllur góðra ferðamannastaða; Björn Jóhannsson, Ferðamálastofu

13:05 Fótspor ferðamanna: Áhrif ferðamanna á náttúru Íslands; Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, Umhverfisstofnun

13:25 Fyrirspurnir

13:35 Heildræn stjórnun ferðaþjónustu í þjóðgörðum; Einar Á.E. Sæmundsen, Þjóðgarðinum á Þingvöllum

13:50 Hvar eru umferðarljósin? Hvernig stýra má göngufólki; Jónas Guðmundsson, ferðamálafræðingur

14:05 Sjónarmið ferðaþjónustuaðila; Ingibjörg Guðjónsdóttir, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum

14:20 Fyrirspurnir

14:30 Kaffihlé

14:55 Verk að vinna; Andrés Arnalds, Landgræðslu ríkisins

15:15 Landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar; Jón Geir Pétursson, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

15:35 Fyrirspurnir

15:40 Pallborð: Nýting og ábyrgð. Umræðustjórar: Leifur Hauksson og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir

16:30 Málþingi slitið

Fundarstjóri: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Málþingið fer fram í Frægarði Landgræðsla ríkisins (þgf.) í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Þátttaka er öllum opin, að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á súpu og brauð í mötuneyti Landgræðslunnar kl. 11:30.

Skráning er á netfanginu edda.linn@land.is
Vinsamlegast takið fram hvort súpa verður þegin.

Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Allir hjartanlega velkomnir.

Birt:
13. október 2014
Tilvitnun:
Landgræðsla ríkisins „Stígum varlega til jarðar - áhrif ferðamannsins á náttúru Íslands“, Náttúran.is: 13. október 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/13/stigum-varlega-til-jardar-ahrif-ferdamannsins-natt/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Nýtt efni:

Veður frá windyty.com

Skilaboð: