}

John Fox í Bíó Paradís

Staðsetning
Hverfisgata 54
Hefst
Föstudagur 10. október 2014 20:00
Lýkur
Föstudagur 10. október 2014 22:00
til baka sjá mánuð

Tengt efni

Bandaríski leikstjórinn, Josh Fox, er staddur hér á landi og er í fríðu föruneyti ekkju Johns Lennon, Yoko Ono, sem kveikti á friðarsúlunni í gær.

Fox var tilnefndur til Óskarsverðaluna árið 2011 fyrir heimildarmynd sína, Gasland, sem vakti heimsathygli fyrir fumlaus tök hans á efniviðnum. Sama ár hlaut hann sérstök hvatningarverðlaun Yoko Ono fyrir mynd sína.
http://www.imdb.com/title/tt1558250/

Fox er nú að vinna að annari heimildarmynd, nú um eyðileggingu ósonlagsins, og er viðbúið sú mynd muni ekki vekja minni athygli en Gasland. Leikstjórinn mun af þessu tilefni sýna mynd sína, sem er enn í vinnslu, í Bíó Paradís, föstudaginn 10. október kl. 20:00, og er aðgangur ókeypis. Þarna er um frekar einstæðan viðburð að ræða, því myndin er ekki fullbúin og mun leikstjórinn sýna áhorfendum valin brot - auk þess mun hann sitja fyrir svörum á sýningunni sjálfri.

Náttúruunnendur eru hjartanlega velkomnir!

Birt:
9. október 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ragnheiður Pálsdóttir „Umhverfisleikstjóri í Bíó Paradís“, Náttúran.is: 9. október 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/09/umhverfisleikstjori-i-bio-paradis/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Nýtt efni:

Veður frá windyty.com

Skilaboð: