Málþing og uppsetning nýrra hraðrafhleðslustöðva 11.3.2014

Í dag, þriðjudaginn 11. mars, mun Orka náttúrunnar taka í notkun fyrstu hraðhleðslustöð fyrir rafbíla hér á landi. Hún verður við höfuðstöðvar fyrirtækisins að Bæjarhálsi 1. Stöðin er sú fyrsta af tíu sem komið verður upp á næstu mánuðum um sunnan- og vestanvert landið. Átak Orku náttúrunnar, sem er í samstarfi við B&L og Nissan í Evrópu, er mikilvægt skref í rafbílavæðingunni þar sem innviðir hennar eru styrktir.

Fyrstu hleðsluna fær Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir. Hún hefur farið flestra sinna ferða ...

Í dag, þriðjudaginn 11. mars, mun Orka náttúrunnar taka í notkun fyrstu hraðhleðslustöð fyrir rafbíla hér á landi. Hún verður við höfuðstöðvar fyrirtækisins að Bæjarhálsi 1. Stöðin er sú fyrsta af tíu sem komið verður upp á næstu mánuðum um sunnan- og vestanvert landið. Átak Orku náttúrunnar, sem er í samstarfi við B&L og Nissan í Evrópu, er mikilvægt skref ...

Orkuveita Reykjavíkur og Geogreenhouse ehf. hafa komist að samkomulagi sem felur í sér að byggt verði upp stórt ylræktarver á svæði sem skipulagt hefur verið fyrir slíka starfsemi vestan Hellisheiðarvirkjunar. Fyrirhugað er að framleiða þar tómata í gróðurhúsum og flytja á erlenda markaði. OR mun selja til starfseminnar rafmagn til lýsingar, heitt vatn til upphitunar og kalt vatn til vökvunar ...

Orkuveita Reykjavíkur efnir til opins upplýsingafundar á Hótel Örk í Hveragerði mánudagskvöldið 17. október kl. 20:00.

Tilefnið eru skjálftahrinur síðustu vikna sem raktar eru til niðurdælingar á jarðhitavökva frá Hellisheiðarvirkjun. Hún er skilyrði í starfsleyfi Hellisheiðarvirkjunar og á að efla sjálfbærni auðlindanýtingarinnar.

Á fundinum verður kynnt niðurstaða nýrrar samantektar jarðvísindamanna um skjálftavirknina.

Úttektin er gerð að frumkvæði iðnaðarráðuneytisins. Vísindamenn ...

Umhverfis- og orkurannsóknasjóður Orkuveitu Reykjavíkur (UOOR) hefur verið starfræktur síðan árið 2007 og stutt fjölda rannsóknaverkefna á sviði umhverfis- og orkumála. Niðurstöður 8 verkefna verða kynntar með framsöguerindum og á þriðja tug veggspjalda sem verða til sýnis á ráðstefnu UOOR sem haldin verður föstudaginn 14. maí kl. 13:00-16:30 í höfustöðvum OR, Bæjarhálsi 1.

Dagskrá

Setning
Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður ...

Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Mitsubishi Heavy Industries (MHI) undirrituðu í dag í sendiráði Íslands í Tókýó viljayfirlýsingu um samstarf fyrirtækjanna tveggja við jarðhitanýtingu á heimsvísu og innleiðingu visthæfra orkugjafa í samgöngum hér á landi. Þeir Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður OR, Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri, og Ichiro Fukue, aðstoðarforstjóri MHI, undirrituðu yfirlýsinguna.

Samstarf OR og MHI á sér tveggja áratuga ...

Gestamóttökur virkjana Orkuveitu Reykjavíkur á  Hellisheiði og Nesjavöllum hafa  hlotið fyrsta stig Green Globe vottunar, Green Globe Benchmarked Bronze Status. Green Globe eru alþjóðleg samtök sem veita vottun fyrirtækjum  í ferðaþjónustu og sveitarfélögum,  sem vilja vinna að sjálfbærri þróun,  stofnuð 1994 í framhaldi af heimsráðstefnunni um umhverfismál í Rio de Janeiro 1992.
Fjöldi gesta í Hellisheiðarvirkjun hefur vaxið ...

Séð frá vegi er liggur út frá Bláfjallavegi í átt að Hafnarfirði. Fjarlægð frá Hellisheiðarvirkjun 12 km - m.y.s. um 400 mÁ næstu dögum hefst söfnun plöntusýna í framhaldi af ábendingum um mosaskemmdir á Hellisheiði. Markmiðið er að leiða í ljós orsakir skemmdanna. Skyndikönnun á mosagróðri í allt upp í 25 km. fjarlægð frá Hellisheiðarvirkjun leiddi í ljós svipaðar gróðurskemmdir og þær sem Náttúrufræðistofnun benti á í næsta nágrenni hennar.

Vísindamenn og annað starfsfólk hjá Orkuveitunni hefur fundað með sérfræðingum vísindamönnum ...

Gufa frá HellisheiðarvirkjunÍ framhaldi af fréttum um gróðurskemmdir vestan Reykjafells á Hengilssvæðinu hvetur Orkuveita Reykjavíkur til þess að málið verði rannsakað ofan í kjölinn, sérstaklega með það fyrir augum að kanna hvort starfsemi Hellisheiðarvirkjunar hafi haft áhrif þarna á. Ekki hefur orðið vart svipaðra gróðurskemmda við Nesjavallavirkjun, sem starfrækt hefur verið í tæpa tvo áratugi á sama jarðhitasvæði.

"Orkuveita Reykjavíkur tekur umræðu ...


Anna og Tryggvi hafa um árabil stundað gönguferðir á Hengilssvæðinu. Það er mikil útivistarperla þar sem er að finna um 100 kílómetra af göngustígum um stórbrotið landslag, merkilegar jarðmyndanir og virkjanasvæði. Þau er bæði ljósmyndarar og á sunnudaginn, 24. ágúst, verður opnuð sýning á verkum þeirra í Hellisheiðarvirkjun. Sýningin verður formlega opnuð klukkan 14:00. Það er kjörið að mæta ...

Sveiflurnar í kaldavatnsnotkun um hádegisbilið í dag eru einhverjar greinilegustu sveiflur sem sést hafa á mælum Orkuveitu Reykjavíkur frá því um jól.
Það sést glöggt á vatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu að vel var fylgst með leik Íslendinga og Spánverja á Ólympíuleikunum í dag. Vatnsnotkunin fylgir spennustigi leiksins af ótrúlegri nákvæmni, þar sem gangur leiksins er greinilegur af vatnsnotkuninni. Sumir þykjast geta ...

Dagsbirtulýsing - skammdegislýsing

Dagsljós er mjög breytilegt á Íslandi með veðrabreytingum, milli árstíða og milli daga og ekki síst yfir daginn. Rafmagnslýsingu er stöðugt verið að þróa meðal annars í þá átt að líkja eftir dagsbirtu og nálgast þau áhrif sem hún hefur á fólk.

Ljós í myrkri er sýning þar sem varpað er ljósi á þessa þróun og verður hún ...

Í dag þriðjudaginn 22. júlí verður farin fræðslu og gönguferð á Hengilsvæðinu. Hugað verður að orkunni og beislun hennar, orkujarðfræði, gróðri og sögu. Mæting í Hellisheiðarvirkjun við Kolviðarhól kl.19:30. Leiðsögumenn er Einar Gunnlaugsson jarðfræðingur og Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur. Þátttaka er ókeypis og öllum velkomin.

Orkuveita Reykjavíkur er nú í samstarfi við Alþjóðahús um upplýsingamiðlun til viðskiptavina af erlendum uppruna. Tilgangurinn með samstarfinu er að kynna fyrir viðskiptavinum þær reglur sem gilda í viðskiptum við fyrirtækið, t.d. mikilvægi þess að tilkynna búferlaflutning til Orkuveitu Reykjavíkur. Gefnir hafa verið út einblöðungar á þremur erlendum tungumálum, auk íslensku, í þessu skyni.

Ábyrgð húseigenda
Nokkuð hefur borið ...

Daglega sækja um 100 gestir kynningar- og fræðsluskála Hellisheiðarvirkjunar heim og er fjöldi gesta frá áramótum kominn í tæp 15.000. Útlendingar eru í meirihluta á meðal skráðra gesta og eru þjóðerni þeirra 40 talsins. Kynningarskálinn er opinn frá 9:00 til 18:00 alla daga vikunnar. Þar er að finna upplýsinga- og fræðsluefni um jarðhitanýtingu á Hengilssvæðinu og sögu ...

Orkuveita Reykjavíkur hefur tekið við sex nýjum metanbílum í flota fyrirtækisins. Fimm eru fólksbílar af gerðinni Ford Focus og einn Ford Transit, sendibíll. Verð á metani svarar nú til þess að bensínlítrinn kostaði 85 krónur. Metanbílar Orkuveitunnar eru nú 14 talsins, vetnisbílar fimm og rafmagnsbílarnir tveir. Pantaðir hafa verið níu metanfordar til viðbótar og að þeim fengnum verður um fimmtungur ...

Nýtt efni:

Skilaboð: