Hvað leynist í hringnum? 1.8.2014

Markmið: Að þjálfast í að skoða nákvæmlega lítið svæði.
Að gera sér grein fyrir að svæði eru ólík í grunninn.

Undirbúningur: Útbúnir litlir hringir, 15-20 sm í þvermál, t.d. úr mjóum vír, helst einn fyrir hvern krakka.

Verkefni: Staðið á ákveðnum stað og hringjunum hent tilviljanakennt.

Síðan er rannsakað nákvæmlega hvað er innan hringsins. Hvað eru t.d. margar plöntur innan hringsins? Hvað eru margar tegundir af plöntum?

Hvað eru margir steinar? Hvernig eru þeir? Hvað er u.þ ...

Markmið: Að þjálfast í að skoða nákvæmlega lítið svæði.
Að gera sér grein fyrir að svæði eru ólík í grunninn.

Undirbúningur: Útbúnir litlir hringir, 15-20 sm í þvermál, t.d. úr mjóum vír, helst einn fyrir hvern krakka.

Verkefni: Staðið á ákveðnum stað og hringjunum hent tilviljanakennt.

Síðan er rannsakað nákvæmlega hvað er innan hringsins. Hvað eru t.d. margar ...

Nemendum eru sýnd spjöld með mismunandi grunnformum (hringir, tíglar, ferningar ...) eða þeir fá slík spjöld.

Finna sömu form í umhverfinu og benda á þau? (Gluggar og þök á nærliggjandi húsum, gangstéttarhellur – allt mögulegt.)

Óskasteinninn í Tindastóli (bók með þjóðsögum á skólasafni).

+ sönn saga eða ævintýri?

Kerlingin sem vildi fá nokkuð fyrir snúð sinn (bók með þjóðsögum á skólasafni). Sumir kennarar vilja kannski milda endi sögunnar þegar lesið er fyrir lítil börn og sleppa heilaslettunum!

+ Er þetta ævintýri eða sönn frásögn?

+ Fléttur á steinum. Getum við fundið slíkar?

Hver krakki velur sér „sitt“ tré, rannsakar það og svarar um það spurningum.

Líka hægt að velja sér skika, ákveðinn blett hugsanlega um einn fermetra. Þetta er þeirra blettur. Þau fylgjast með honum hvenær er þar snjór og hvenær ekki. Hvaða dýr búa þar? Hvenær finnst þar fyrsta græna stráið á vorin? Hvernig breytist skikinn yfir árið? Skikinn teiknaður eða ...

Undirbúningur: Áður en farið er út er búið að fara um ákveðið svæði og þar safnað tíu hlutum og þeim vafið inn í klút svo að krakkarnir sjái þá ekki. Þetta geta verið steinar, mismunandi plöntur, laufblöð af ýmsum gerðum, könglar eða annað sem þarna má finna. Athuga þarf að skemma ekkert og taka bara hluti sem eru í nokkru ...

Efni: Eyrnabönd, eitt fyrir hverja tvo (- þrjá) nemendur.

Kennari útskýrir leikinn þar sem krakkarnir eru í hóp og skiptir þeim niður svo að þau séu tvö og tvö (eða þrjú) saman.

Annar krakkinn (eða einn) setur húfuna niður fyrir augu eða fær eyrnaband yfir þau og verður “blindur” um stund.

Hinn (eða hinir) leiðir þann „blinda” að einhverjum ákveðnum stað ...

Steinar í nánasta umhverfi skoðaðir og unnið með þá

+ Tilbúnir og náttúrulegir,

+ litlir og stórir,

+ „gamlir og nýir”

Á lóðinni geta verið:

+ Tilbúnir steinar þ.e. útbúnir eða steyptir af fólki – gangstéttarhellur – skoða þær og telja.

+ Möl mótuð í vatni, steinar ávalir og rúnnaðir. Mölin hefur verið flutt hingað með bílum. Hvers vegna ætli það sé gert? Hvers vegna viljum ...

+ Fléttur eru ákaflega algengar og er nær alls staðar að finna og hafa þann kost að þær má skoða allan ársins hring.

+ Í nýlegum uppgreftri eru steinar sem nýkomnir eru upp úr grunnum. Hvað er líkt með þannig „nýjum“ steinum og hins vegar „gömlum” steinum sem lengi hafa verið uppi á yfirborðinu. Hvað er ólíkt?

(Áferð og gróður, fléttur og ...

Gott er að vera búinn að tala við krakkana um feluliti og fara í verkefnið Hvaða hlutir sjást?

Efni: 60 eins smáhlutir í nokkrum litum, jafnmargir í hverjum lit. Hlutirnir þurfa að vera úr efni sem rotnar auðveldlega ef svo færi að hlutirnir fyndust ekki allir, t.d. er ágætt að nota ullargarnspotta, eldspýtur eða tannstöngla eða litað poppkorn! (má ...

Reynum að hafa þögn í smátíma.

Lokum augunum og einbeitum okkur að því að hlusta í ákveðinn tíma.

Ef við erum úti leggjumst þá niður á jörðina.

Í hvert skipti sem við heyrum nýtt hljóð réttum við upp einn fingur.

Þegar tilskilinn tími er liðinn berum við saman bækur okkar.

Hvað heyrðum við mörg hljóð, hvaða hljóð?

Þetta verkefni er ...

Undirbúningur: Klippt er gat á pappakassa, t.d. skókassa, nægilega stórt til að hægt sé að koma hendinni inn um það. Tuska er hengd fyrir gatið. Í kassann eru settir ýmsir hlutir, gjarnan úr náttúrunni.

Verkefni: Krakkarnir, einn og einn í einu, stinga hendinni inn í kassann og þreifa á hlutnum og giska á hvaða hlutir þar séu.

+ Hver er munurinn á lifandi veru og lífvana, tré og steini.

+ Gengið um og tré skoðuð sérstaklega.

+ Hvernig eru tré í laginu?

+ Hvernig eru laufblöðin þeirra?

+ Hvernig eru þau á litin?

+ Hvernig lykt er af þeim?

+ Hve stór eru þau?

+ Laufblöð skoðuð vel og borin saman. Eru einhver tvö laufblöð nákvæmlega eins?

+ Safnað sölnuðum laufblöð sem fallið hafa af trjánum ...

Saga og leikur

Efni: Pappírsbútar í 5-6 litum límdir á spjöld og plastað yfir. Spjöldin jafnmörg og krakkarnir.

Staður og tími: Verkefni til að gera á mismunandi stöðum á mismunandi tímum.

Framkvæmd: Í fyrsta skipti sem farið er í þetta verkefni má tvinna inn í það ævintýri og segja og leika söguna um Liti regnbogans: Þegar komið er út á ...

Sólin sýnist gul, stundum rauð á kvöldin og morgnanna. En í sólarljósinu eru allir litir. Það sjáum sést þegar sól skín á vatn og regnbogi myndast. Hægt er að búa til regnboga.

Farið út með vatn í úðabrúsa og því úðað í sólskininu.

Sjást litir?

Hvaða litir?

Með athugunum og lítilli tilraun má sannreyna að plöntur þarfnast sólarljóss. Plöntur í gluggum eða utan við hús skoðaðar.

Hvert teygja þær sig?

Margar plöntur, þar á meðal túnfíflarnir sem eru svo algengir á vorin, opna blómin aðeins þegar sólin skín. Á sólardegi brosa þeir á móti okkur. Dökkri fötu eða kassa hvolft yfir slíkan fífil. Hann athugaður aftur eftir ...

Efni: Tannstönglar eða eldspýtur í 5-6 litum, 15-20 í hverjum lit, jafnmargir í hverjum. Litirnir þurfa að vera bæði þeir sem eru áberandi í umhverfi og sem falla inn í það. Þægilegast er að mála stönglana með því að láta þá liggja í útþynntri málningu eða í matarlit.

Framkvæmd: Farið út. Allir standa í hóp. Lituðu tannstönglarnir sýndir og bent ...

Aldrei má horfa í sólina!

Sólin er ekki aðeins björt heldur líka heit, enda er hún eldhnöttur. Má finna mun á hita þegar andlitinu er snúið að sól (með lokuð augu!) eða frá henni, verið í sólarljósi eða skugga?

Þennan hita má líka mæla, beint með hitamæli.

Eða óbeint; ísmolar settir í tvö glös. Annað glasið haft í sól, hitt ...

Undirbúningur: Áður en farið er út með krakkana fer leiðbeinandinn út og velur 15–20 metra langa leið t.d eftir mjóum göngustíg. Meðfram henni er komið fyrir 10–15 tilbúnum „ónáttúrulegum“ hlutum, algengu drasli, fernum, sælgætisbréfi, pappír o.fl. Sumir eru látnir sjást vel, öðrum er komið þannig fyrir að þeir falli inn í umhverfið.

Verkefni: Farið út og ...

Fyrir tveimur árum staðfesti mennta- og menningarmálaráðneytið nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn og framhaldsskóla. Á heimasíðu ráðuneytisins segir að í aðalnámskrám,„birtist ný menntastefna sem hefur það meginmarkmið að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi.

Kjarni menntastefnunnar er settur ...

06. apríl 2013

Ísland er einstakt land bæði jarðfræðilega og líffræðilega. Íslendingar hafa friðlýst mörg markverð náttúrusvæði sem þjóðgarða, friðlönd eða náttúruvætti. Einnig eru ýmis önnur verndarsvæði í umsjón ríkisins, s.s. skógræktarsvæði, landgræðslusvæði og fornminjasvæði. Þjóðlendur eru undir stjórn ríkisins og fyrst og fremst á hálendi landsins.

Mörg þessara svæða eru vinsælir ferðamannastaðir en fjöldi ferðamanna á Íslandi eykst nú stöðugt. Á ...

Victoría Park horfir áhugasöm yfir grátt hraunið þegar flugvélin lendir. Nú er að rætast sá langþráði draumur hennar að koma til Íslands. Victoría er sérfræðingur í auðlindanýtingu, hefur lengi unnið hjá bandarísku þjóðgarðastofnuninni, NPS, en síðustu árin hjá Alþjóða náttúruverndarsamtökunum, IUCN. Hún er að koma til Íslands í vinnuferð. Það er ekki slæmt, hún elskar vinnuna sína. Hún vinnur hjá ...

07. september 2012

Jurtalitun - Foldarskart í ull og fatÍ síðustu viku kom út ný bók um jurtalitun sem heitir Foldarskart í ull og fat - Jurtalitun.

Nokkur lítil hefti um jurtalitun komu út fyrir rúmlega 100 árum og eitt fyrir um 60 árum svo að tími var kominn til að gefa út bók um efnið. Bókin er ríkulega myndskreytt og aftan á henni er eftirfarandi texti:

Jurtalitun sameinar margt ...

17. júní 2010

Nýtt efni:

Skilaboð: