Þessar umbúðir eru ekki rusl 7.2.2013

„Fólk var mjög jákvætt gagnvart því að fá ábendingu um að flokka umbúðir úr pappír frá öðru rusli,“ sagði Íris Magnúsdóttir starfsmaður Reykjavíkurborgar sem brá sér í verslanir í Árbænum með límmiðavél og merkti vörur með miðanum: „Þessar umbúðir eru ekki rusl“.

Flestallar matvöruverslanir í Reykjavík hafa gefið starfsfólki Reykjavíkurborgar leyfi til að merkja með límmiðum t.d. morgunkornkassa, kexkassa, fernur, eggjabakka og aðrar vörur með umbúðir úr pappír. Þetta er þáttur í kynningarátaki borgarinnar á bláum tunnum og endurvinnslu ...

„Fólk var mjög jákvætt gagnvart því að fá ábendingu um að flokka umbúðir úr pappír frá öðru rusli,“ sagði Íris Magnúsdóttir starfsmaður Reykjavíkurborgar sem brá sér í verslanir í Árbænum með límmiðavél og merkti vörur með miðanum: „Þessar umbúðir eru ekki rusl“.

Flestallar matvöruverslanir í Reykjavík hafa gefið starfsfólki Reykjavíkurborgar leyfi til að merkja með límmiðum t.d. morgunkornkassa, kexkassa ...

Reglur um bílastæði fyrir visthæfa bíla hafa verið endurskoðaðar og gilda þær til 2015. En slíkum bifreiðum er heimilt að leggja án endurgjalds í 90 mínútur í gjaldskyld bílastæði á götum í Reykjavík með tilteknum takmörkunum. Reglugerðin er hér fyrir neðan:

Visthæfum ökutækjum  er heimilt að leggja án endurgjalds í 90 mínútur í gjaldskyld bílastæði á götum í Reykjavík með ...

Staða sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar var auglýst laus til umsóknar þann 26. maí og rann umsóknarfrestur út tveimur vikum síðar, eða þann 11. júní síðastliðinn. Alls sóttu 38 einstaklingar um stöðuna en sex drógu umsóknir sínar til baka áður en nafnalisti yfir umsækjendur var gerður opinber. Því var unnið úr 32 umsóknum í ráðningarferlinu. Ráðgjafar Capacent Ráðninga höfðu umsjón ...

Fyrsta skrefið í Grænum skrefum í starfsemi Reykjavíkurborgar felur í sér aðgerðir sem henta vinnustöðum þar sem efla á vistvænan rekstur en verkefninu var hleypt af stokkunum þ. 28. okt. sl.

1. Í kynningarglærum er stiklað á stóru um tilurð, markmið og fyrirkomulag umhverfisstjórnunarkerfisins.
2. Í glærukynningu á Skrefi 1 er veitt yfirsýn yfir skrefið og aðgerðirnar og framkvæmdinni gerð ...

Hættum að menga, spæna upp götur og anda að okkur svifryki! Keyrum um borgina á ónegldum en góðum vetrardekkjum!

HELSTU ÓKOSTIR NAGLADEKKJA

Nagladekk valda svifryki og slíta akbrautum hundraðfalt meira en önnur dekk. Ætla má að fólksbílar á negldum dekkjum frá meðalheimili spæni upp hálfu tonni af malbiki á ári og þyrli upp allt að 10 kg af heilsuspillandi svifryki ...

Dagana 16.-22. september fer fram árleg Samgönguvika. Um er að ræða evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Á meðan átakinu stendur verða stjórnvöld hvött til að stuðla að notkun þessara samgöngumáta og fjárfesta í nauðsynlegum ...

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist grannt með þróun gossins í Grímsvötnum og hvaða áhrif mögulegt öskufall gæti haft í borginni. Öskuskýið er nú á leið vestur yfir landið og sést nú þegar frá Reykjavík og allar líkur á að aska berist yfir höfuðborgarsvæðið í kvöld 22. maí og nótt. Veðurspá gerir hins vegar ráð fyrir norðlægum áttum á morgun og þá dregur ...

Styrkur svifryks verður sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag, 19. maí. Ástæðan er líklega uppþyrlun ryks og úr umhverfi og af umferðargötum.

Aðalmælistöðin við Grensásveg og farstöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sýna svifryksgildi yfir heilsuverndarmörkum. Styrkur svifryks 878 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg klukkan 11.30 en heilsuverndarmörkin eru 50.

Raki er lítill i lofti og skapar það skilyrði til svifryksmengunar, þá eru ...

Hátíð ríkir um þessar mundir í Grasagarði Reykjavíkur í tilefni af hálfrar aldar starfsemi. Hátíðaliljur verða skoðaðar í fræðslugöngu kl. 17.00 fimmtudaginn 12. maí en tæplega hundrað yrki er þar að finna og langflest í blóma, það elsta frá 1620.

„Fjölbreytileiki hátíðalilja vekur flestum gestum Grasagarðsins undrun: fjöldinn, blómalitir og blómalögun,“ segir Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðsins sem mun fræða ...

Reykjavíkurborg hefur opnað nýjan vef til að kortleggja hjólaleiðar til og frá vinnu, þar sem jafnframt er hægt að koma með ábendingar um úrbætur og mæla vegalengdir. Fólk getur bent á vástaði, t.d. hvar vanti göngu- og hjólreiðastíga, hvar bifreiðar fari of hratt og skrifað aðrar athugasemdir. Einnig er hægt að sækja hjólaferil í GPX skrá fyrir GPS tæki ...

Styrkur svifryks (PM10) í Reykjavík verður sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag, 2. maí. Mystrið í Reykjavík er ryk sem berst sennilega af Landeyjarsandi. Aðrar uppsprettur eru t.a.m. af umferðargötum. Raki er lítill í lofti og vindur til staðar. Hálftímagildi svifryks kl. 15.30 í dag var 205 míkrógrömm á rúmmetra en 52 frá miðnætti. Búist er við að ...

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir málþingi um orkumál heimila og fyrirtækja í grænum apríl.
Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 14. apríl kl. 08:30-10:00.

Reykjavíkurborg tekur þátt í Evrópskum orkudögunum sem hafa það að markmiði að efla hagkvæma orkunýtingu og styðja nýtingu vistvænnar orku. Borgarbúar eiga góða möguleika á að spara orku á heimilum og í ...

Reykjavíkurborg stendur fyrir mikilli trjá- og gróðurrækt í borgarlandinu. Á grænum svæðum og í skógum borgarinnar felast mikil lífsgæði sem hafa áhrif á íbúana. Í tilefni af Grænum apríl og Alþjóðlegu ári skóga 2011 er boðið upp á skipulagða leiðsögn um útivistarskóginn í Öskjuhlíð. Um leiðsögnina sjá Helena Óladóttir, verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur, og Ólafur Oddsson, verkefnisstjóri Lesið í skóginn. Þau ...

Málstofa um umhverfisvæna ferðaþjónustu verður haldin í Þjóðminjasafninu, fyrirlestrarsal, fimmtudaginn 7. apríl nk. frá kl. 08:30-10.00

Dagskrá:

8:30. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, opnar málstofuna og tekur stöðu fundarstjóra.

8:35. Elías Bj. Gíslason, formaður þróunarsviðs Ferðamálastofu kynnir Vakann, nýtt gæðakerfi  í ferðaþjónustu.  Í erindi sínu leggur hann sérstaka áherslu á umhverfisþátt gæðakerfisins.

8 ...

Í einu sýni af Reykás niðursneiddum graflaxi frá Eðalfiski ehf. í Borgarnesi, sem matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur tók, greindist bakterían Listeria monocytogenes.   Eðalfiskur ehf. hefur ákveðið að innkalla frá neytendum eftirfarandi vöru:

Ástæða innköllunar:  Mengun af völdum Listeria monocytogenes.
Vöruheiti:  Reykás graflax.
Afurðir:  Flök, bitar og sneiðar.
Umbúðir:  Lofttæmdar.
Framleiðandi:  Eðalfiskur ehf., Sólbakka 4, Borgarnesi.
Geymsluskilyrði:  Kælivara.
Best fyrir:  6.02 ...

Aðföng hafa tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á ávaxtablöndunni Frugt til Smoothies „Exotic Yellow“ þar sem aðskotahlutur fannst í einni pakkningu af vörunni.  Um er að ræða varúðarráðstöfun og einskorðast innköllunin eingöngu við vöru með eftirfarandi upplýsingum:

Tegund innköllunar: Aðskotahlutur.
Vöruheiti: Frugt til Smoothies „Exotic Yellow“.
Umbúðir: Poki.
Nettóþyngd: 391 g
Framleiðandi: Zhejiang Zhongda Newland Co. Ltd. Í Kína ...

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun breytingar á sorphirðu í Reykjavík. Meðal breytinga er að á næsta ári verður hafin söfnun á flokkuðu sorpi við heimili í Reykjavík. Tvenns konar tunnur verða við hvert heimili, ílát fyrir sorp til endurvinnslu auk núverandi íláts fyrir blandað sorp.

Breytingarnar ganga í gildi í áföngum árið 2011 og eru gerðar í hagræðingarskyni ...

Ekki er öruggara að vera á nagladekkjum en öðrum vetrardekkjum á götum borga þar sem vetrarþjónusta er góð. Þetta kemur fram í nýrri könnun sænsku vegagerðarinnar (Trafikverket). Borgargötur eru yfirleitt annað hvort þurrar eða blautar en sjaldan á kafi í snjó eða ísilagðar. Könnunin sýnir jafnframt að nagladekk nýtast vel í snjó og ís utan þéttbýlis.

Reykjavíkurborg hefur í mörg ...

Nagladekk valda loft- og hávaðamengun í Reykjavík, tæta upp malbikið hundrað sinnum hraðar en önnur dekk og eru óþörf því vetrarþjónusta gatna er góð. Þetta eru skilaboð Reykjavíkurborgar nú þegar það styttist í að ekki er lengur bannað að keyra á nagladekkjum. Nýstárlegt skilti hefur verið sett upp af þessu tilefni. Skilti var sett upp í dag, 22. október, á ...

Tilkynnt verður í kvöld í Stokkhólmi hvaða borgir hljóta titilinn Græna borgin í Evrópu 2012 og 2013. Alþjóðleg ráðstefna stendur nú yfir í Stokkhólmi um Grænar borgir, aðferðir og lausnir í umhverfismálum. Jón Gnarr borgarstjóri tekur þátt í ráðstefnunni.

Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni í beinni útsendingu á Netinu (sjá beina útsendingu hér). Borgarstjórar voru á sviðinu í morgun ...

Svifryk 23 sinnum yfir heilsuverndarmörk árið 2010

Gjóska frá öskufallssvæðinu við Eyjafjallajökul hefur átta sinnum valdið því að styrkur svifryks fór yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík. Hæst fór styrkurinn í 500 míkrógrömm á rúmmetra 4. júní sl. Mörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Árið 2010 hefur styrkur svifryks þegar farið 23 sinnum yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík þar af átta sinnum vegna ...

„Strax á Menningarnótt kom í ljós að Hverfisgata hefur alla burði til að vera lífleg miðborgargata,“ segir Hans Heiðar Tryggvason arkitekt og verkefnisstjóri hjá Umhverfis- og samgöngusviði í tilefni þess að tilraun með hjólarein á götunni er lokið.

Fyrsta hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarráði snemma þessa árs en þar er meðal annars að finna áætlun um að bæta árlega ...

Ræðumenn á málþinginu Myndum borg voru sammála um að berjast fyrir grænni borg til að bæta  lýðheilsu borgarbúa og gera borgina skemmtilegri. „Samgöngurnar eru sóknarfæri Reykvíkinga í grænu málunum, lýðheilsa eykst og umhverfið batnar,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri þegar hann setti málþingið á Samgönguviku og að Reykjavíkurborg yrði áfram í fararbroddi umhverfismála á Íslandi.

Jón Gnarr dró upp mynd af ...

Samgönguviku í Reykjavík lýkur í dag með Bíllausa deginum. Um leið hefst átakið Labbað í leikskólann. Starfsfólk og nemendur við Leikskólann Sæborg og Fjölbrautaskólann við Ármúla voru meðal þeirra sem tóku þátt í deginum.

Leikskólar sem óskuðu eftir að taka þátt í Bíllausa deginum í Samgönguviku gátu fengið aðstoð borgarinnar til breyta bílastæðum í hjólastæði í einn dag. Hjólagrindur voru ...

Hjólandi vegfarendum gefst kostur á ókeypis yfirferð á reiðhjólum á Lækjartorgi í dag til kl. 14.00. Tjald hefur verið sett upp í tilefni af Samgönguviku og tveir vanir menn taka hjólin út, smyrja og pumpa í dekkin.  „Við gerum greiningu á ástandi reiðhjóla, stillum bremsur og gíra,“ segir Árni Davíðsson stendur vaktina í dag ásamt Örylgi Steini Sigurjónssyni undir ...

Fjölbreyttar ferðavenjur og bætt lífsgæði eru þema Samgönguviku í Reykjavík 2010. Heldur virðist þokast í þessa átt því að dregið hefur úr bílaumferð á Sæbraut og Kringlumýrarbraut milli áranna 2009 og 2010 fyrstu vikuna í september um 6.5% og 2% í Ártúnsbrekku. Þetta kemur fram í nýrri umferðartalningu sem birt verður fljótlega.

„Við viljum hvetja borgarbúa til að endurskoða ...

Eurpean Green CapitalVið eigum góða möguleika á að verða Græna borgin í Evrópu,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur eftir að hafa setið fyrir svörum dómnefndar í Brussel í gær, 8. september. Tvær evrópskar borgir verða valdar í október til að bera titilinn European Green Capital eða Græna borgin í Evrópu árin 2012 og 2013.

Sautján borgir í tólf Evrópulöndum sóttu um tilnefninguna ...

Aska frá svæðinu í kringum Eyjafjallajökul berst um þessar mundir yfir höfuðborgarsvæðið en hvöss suðaustlæg átt er ríkjandi á Suðurlandi. Gildi svifryks hafa hækkað hratt síðustu klukkustundir og er líklegt að hálftímagildi geti verið yfir mörkum af og til. 

Líklegt er að svifryksgildin sveiflist til frá einni klukkustund til annarar en ekki er öruggt að sólarhringsheilsuverndarmörkin fari yfir 50 míkrógrömm ...

Suðurgata verður einstefnugata fyrir akandi umferð til suðurs frá Kirkjugarðsstíg að Skothúsvegi en tvístefnugata fyrir hjólandi umferð. Þetta var samþykkti í umhverfis- og samgönguráði í vikunni. „Við vonum að þessi breyting bæti aðstæður fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur,“ segir Karl Sigurðsson formaður ráðsins og að einnig muni um leið draga úr umferðarhraða og hávaða.

Umhverfis- og samgöngusviði var falið að ...

Kort af göngugötunni HafnarstrætiHafnarstræti hefur nú verið verið lokað fyrir bílaumferð við Pósthússtræti til að gefa gangandi, hjólandi og verslunum betra rými. Þeir sem reka verslanir í götunni ætla að nýta sér hana með ýmsu móti í september til dæmis með sölutjöldum.

Hugmyndin að þessari breytingu er komin frá verslunar- og þjónustuaðilum við götuna og hafa þeir nú leyfi til þess að skapa ...

HverfisgatStarfsmenn Reykjavíkurborgar vinna nú að uppsetningu tímabundins hjólreiðastígs á Hverfisgötu sem tekinn verður í notkun föstudaginn 20. ágúst. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hleypa þessu tilraunaverkefni af stað til að efla mannlíf í miðborginni og hvetja til aukinna hjólreiða.

„Markmið tilraunarinnar er að vekja athygli á Hverfisgötu, möguleikum hennar og sérstöðu og gera hjólreiðar ...

MiðbærinnAusturstræti, Pósthússtræti og hluti Hafnarstrætis verða helguð hjólandi og gangandi vegfarendum frá og með föstudeginum 9.júlí og út ágústmánuð. Með þessu vilja borgaryfirvöld styðja við vistvænan ferðamáta og glæða miðborgina enn frekara lífi.

Undanfarin tvö sumur hefur Pósthússtræti verið lokað fyrir bílaumferð á góðviðrisdögum en það er liður í Grænu skrefunum í Reykjavík að bæta aðstöðu fyrir gangandi og ...

Grasbalinn sem settur var upp tímabundið á Lækjartorgi á síðasta ári hefur nú lokið hlutverki sínu og hyggst borgin sá næstu grænu fræjum á Hverfisgötunni. Tvö stæði við Hverfisgötu 42 verða tyrfð í lok þessarar viku og um leið helguð fólki en ekki bílum.

Þetta er á meðal ýmissa verkefna sem unnið er að á vegum borgarinnar í sumar til ...

Umhverfis- og samgönguráð samþykkti í dag, 25. maí, drög að aðgerðaáætlun til næstu þriggja ára 2011-2014 um hjólaleiðir í borginni. Þar kemur fram að tíu kílómetrum verður árlega bætt við núverandi hjólaleiðir í Reykjavík, að hraðbraut fyrir hjól verði lögð milli Laugardals og miðborgar og brú gerð fyrir hjólandi og gangandi yfir Elliðaárósa yfir í Grafarvog.

Þetta er langumfangsmesta uppbygging ...

Suðaustlæg átt er ríkjandi á Suðurlandi og því berst aska frá Eyjafjallajökli nú yfir Höfuðborgarsvæðið. Hluti af öskunni er svifryk (PM10). Gildin hafa hækkað hratt og líklegt að þau verði há næstu tvær klukkustundir en búist er við úrkomu í kvöld samkvæmt veðurspá og að þá lækki svifryksgildin hratt. Klukkan 15.30 var hálftímagildi svifryks í mælistöðinni á Grensásvegi 318 ...

Starfsmenn á reiðhjólum og í vistvænum bílum, engar ruslafötur undir skrifborðum, sjöstiga flokkunarkerfi í eldhúsinu og prentað báðum megin á allan pappír. Þetta er meðal þess sem tíðkast á Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar sem fékk í dag vottun fyrir umhverfisstjórnarkerfið sitt fyrst stofnana á Íslandi. „Það er ekki aðeins mikilvægt að borgin leggi sitt að mörkum heldur einnig að hún ...

Styrkur svifryks (PM10) verður líklega yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík laugardaginn 24. apríl. Í dag er austlægur vindur, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu. Hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi var 111 míkrógrömm á rúmmetra kl. 12.00 en sólarhringsmörkin eru 50. Mengunin er m.a. vegna umferðar og öskumisturs sem berst frá gosstöðvunum í Eyjafallajökli.

Svifryk fór í 12 ...

„Heildarmarkmið áætlunarinnar er að gera Reykjavík að framúrskarandi góðri hjólaborg," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður starfshóps um hjólreiðaáætlun sem samþykkt hefur verið í borgarstjórn. „Reykjavík hefur mjög margt til þess að bera að verða góð hjólaborg," segir Gísli sem bendir á til dæmis að borgin sé ekki mjög hæðótt, auðvelt sé að ferðast meðfram strönd hennar, götur ...

Í tilefni af Samgönguviku efna Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og Félag umhverfisfræðinga á Íslandi til málþings um umhverfisvænni samgöngumáta. Yfirskrift málþingsins er "Erum við á réttri leið?". Fjallað verður um leiðir til að efla vistvænar samgöngur í borgum, stefnu og aðgerðir Reykjavíkurborgar til að styrkja innviði almenningssamgangna og hvernig ýta megi undir bíllausan lífstíl á höfuðborgarsvæðinu. Málþingið endar með umræðum ...

Árleg uppskeruhátíð verður haldin í Grasagarði Reykjavíkur laugardaginn 22. ágúst frá kl. 13:00-16:00. Í nytjajurtagarðinum þar vaxa um 130 tegundir og yrki mat- og kryddjurta. Gestum verður boðið að bragða á ný uppteknu grænmeti úr garðinum og til sýnis verða kryddjurtir og lækningajurtir. Þá verða gestir fræddir um ræktun jurtanna og notkun þeirra.

„Hátíðin hefur verið mjög vel ...

Þetta er grænt skref til framtíðar,“ sagði Ellý Katrín Guðmundsdóttir sviðsstýra Umhverfis- og samgöngusviðs þegar Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut í dag alþjóðlega umhverfismerkið Grænfánann.

„Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni ef ykkar kynslóð mun starfa í anda sjálfbærrar þróunar og gæta þess að öll skref séu græn,“ sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra þegar hún afhenti Vinnuskóla Reykjavíkur grænfánann fyrir hönd Landverndar.   

Grænfáninn ...

Lokahönd er nú lögð á tvöföldun hjóla- og göngustígs frá Faxaskjóli í Nauthólsvík en aðskildir stígar fyrir hjólandi og gangandi frá Ægisíðu í Elliðaárdal er eitt af Grænu skrefunum í Reykjavík.

Markmiðið er meðal annars að bæta lífsgæði fyrir hjólandi og gangandi sem vilja njóta útivistar við strandlengjuna. Öryggi hjólandi og gangandi eykst einnig við tvöföldun stígsins sem er mest ...

Líkur eru á að styrkur svifryks fari annan daginn í röð yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík. Svifrykið berst aðalega með sandstormum frá strandlengju Suðurlands. Svifryk hefur farið níu sinnum yfir mörkin á árinu. Styrkur ósons er ekki hár í dag.

Sólarhringsmörk svifryks (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en hálftímagildið mældist klukkan 12.00 í dag, 14. maí, 234 á Grensásvegi ...
Sundlaugar í Reykjavík eru bæði heilnæmar og öruggar. Þetta kemur fram í niðurstöðum reglubundins eftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur með sundlaugum árið 2008, sem nýlega voru kynntar á fundi Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.

19 stundstaðir eru í Reykjavík, 7 sem reknir eru á vegum ÍTR, 6 skólasundlaugar og 6 aðrar. Á hverjum stað er ein til tvær sundlaugar og oft margar setlaugar. Árið 2008 ...

Hin árlega landskeppni „Hjólað í vinnuna“ var sett í morgun, 6. maí, í Reykjavík. Búist er við feikigóðri þátttöku því reiðhjólið ný tur meiri vinsælda um þessar mundir en áður sem samgöngutæki. „Reykjavíkurborg fagnar þessu átaki og ég mun hvetja starfsmenn borgarinnar áfram þær vikur sem átakið stendur,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í ávarpi sínu við opnun Hjólað í ...

„Það er við hæfi að fyrsta vistgatan í Reykjavík verði í Grófinni því þar er miðja Reykjavíkur og þaðan liggja allar leiðir,“  segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar í tilefni af því að ráðið hefur samþykkt að auka umhverfisgæði norðan til í Kvosinni með því að gera nokkra götukafla að vistgötum í samræmi við umferðarlög.

Umhverfis- og ...
Timi naglanna er liðinn!42% bifreiða í Reykjavík voru á nagladekkjum í marsmánuði. Svifryk fór fjórum sinnum yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði. Notkun nagla er bönnuð eftir 15. apríl.

Talning á notkun nagladekkja undir bifreiðum var gerð í mars og reyndust 42% vera á nöglum og 58% án nagla. Árið 2008 töldust 44% bifreiða á nöglum. Í mars árið 2001 voru hins vegar 67% bifreiða ...

Matjurtargörðum verður fjölgað sumarið 2009. Við urðum vör við vaxandi áhuga á matjurtargörðum bæði vegna efnahagsástandsins og almenns áhuga á að rækta grænmeti með fjölskyldunni,? segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Í ljósi þessa hafi ráðið ákveðið að stíga þetta græna skref í Reykjavík næsta sumar.

Þorbjörg Helga bþst við að fleiri hafi áhuga á matjurtargörðum borgarinnar ...

Bláa tunnan sem Reykjavíkurborg hefur boðið upp á undir dagblöð, auglýsingapóst og tímarit ný tist frá 1. febrúar einnig undir fernur, umbúðapappír, prentpappír, sléttan pappa og karton. Nú má setja það sama í bláar tunnur og bláa grenndargáma. Sjá hvar bláa grenndargáma er að finna á höfuðborgarsvæðinu.

Reykjavíkurborg býður upp á tvær tunnur fyrir almennt sorp. Svarta sem losuð ...

Opnað hefur verið fyrir skráningu á sjöundu alþjóðlegu EcoProcura ráðstefnuna um vistvæn innkaup en hún verður haldin í Reykjavík 25.–27. mars 2009. „Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir skoðanaskipti um vistvæn innkaup, auk þess sem athyglinni verður beint að hlut vistvænna innkaupa í baráttunni gegn hlýnun jarðar, “ segir Eygerður Margrétardóttir framkvæmdastýra Staðardagskrár 21 hjá Reykjavíkurborg.

Reykjavíkurborg og ICLEI ...

Svifryk hefur farið 19 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári en mátti einungis fara 18 sinnum yfir á árinu samkvæmt reglugerð. Nagladekk eru á undanhaldi en þau eru helsti orsakavaldur svifryks að vetrarlagi.

Nagladekk spæna upp malbikið hundrað sinnum hraðar en önnur dekk og valda með því meira svifryki og auknum kostnaði við viðhald gatna. Tímabilið þar sem ekki er ...

Á lokadegi Evrópskrar samgönguviku eru íbúar í 2000 borgum hvattir til að hvíla bílinn og nýta aðra samgöngumáta eins og strætó, reiðhjól og göngur. „Við höfum ekki tekið þátt í bíllausa deginum í nokkur ár en ákváðum að hefja þátttöku aftur í dag,“ segir Pálmi Freyr Randversson verkefnastjóri Samgönguviku fyrir Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. „Bíllausi dagurinn fer hægt af stað ...

„Í Samgönguviku 2008 viljum við vekja íbúa til umhugsunar um hreint loft í höfuðborginni, hvað hver og einn getur gert til að bæta loftgæði og til að endurskoða ferðavenjur sínar,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs, viðburðir standa yfir 16.-22. september. Samgönguvikna er nú haldin í sjötta sinn og taka yfir 2000 borgir í Evrópu þátt í ...

Hvað má fara í tunnuna?
Í bláu tunnuna má setja öll dagblöð, tímarit, markpóst og annan prentpappír auk þess má setja fernur, umbúðapappír, sléttan pappa og karton frá og með 1. febrúar 2009. Bláu tunnurnar eru sömu stærðar og svörtu og grænu heimilistunnurnar.

Hvað kostar bláa tunna?
Verð fyrir bláu tunnuna er 7.400 kr. á ári. Tunnan er eign ...

Hæsta gjald fyrir bílastæði í Reykjavík er 150 krónur á klukkustund en í Kaupmannahöfn eru teknar 426 krónur fyrir sambærilegt stæði. „Gjaldskrá þarf að hækka í Reykjavík og ökumenn þurfa að huga betur að umgengni sinni gagnvart gangandi og hjólandi vegfarendum,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar.

Gjaldskrá vegna bílastæða í Reykjavík er ekki sambærileg við þær sem gilda í ...
Fyrsti fundur ný s umhverfis- og samgönguráðs var haldinn 12. febrúar. Ráðið hét áður umhverfisráð og fór einnig með hlutverk heilbrigðisnefndar. En með nýrri stjórnskipun hefur heilbrigðisnefnd Reykjavíkur verið skipuð og samgöngumál sem áður tilheyrðu Framkvæmdasviði færst yfir á Umhverfis- og samgöngusvið.

Gísli Marteinn Baldursson formaður ráðsins sagði breytinguna meðal annars fela í sér viðurkenningu á að samgöngumál séu umhverfismál ...
Nokkrar þjóðir helga valda daga orkusparnaði. Fyrirtæki, stofnanir og heimili gera ýmislegt þá daga til að vekja athygli á aðferðum til að draga úr orkueysðlu. Ítalir leggja sig fram þennan dag og í haust munu Bretar tileinka orkusparnaði heila viku.

Ítalir halda í ár upp á Orkusparnaðardaginn föstudaginn 15. febrúar. Markmið þeirra með deginum er að vekja athygli almennings á ...

Nýtt efni:

Skilaboð: