Sveppaskoðun. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Starfshópur um stefnumörkun skóla- og frístundasviðs um menntun til sjálfbærni boðar til opins samráðsfundar um stefnumörkunina. Fundurinn verður haldinn þ. 13. september frá kl. 15:00 - 16:30 í Laugalækjaskóla

Dagskrá:

  • Helgi Grímsson, verðandi sviðsstjóri SFS, opnar fundinn.
  • Helena W. Óladóttir, formaður starfshópsins, verður með stutta kynningu á fyrirhugaðri stefnumörkun.
  • Heimskaffi þar sem þátttakendum gefst kostur á að leggja sitt af mörkum við mótun stefnunnar.

Sjálfbærni er einn af sex grunnþáttum í menntastefnu þjóðarinnar. Leiðarljós menntunar til sjálfbærni er að hvetja einstaklinginn til að taka afstöðu, bregðast við og vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Sumir vilja orða það svo, að megininntak menntunar til sjálfbærni sé sameiginleg ábyrgð okkar á velferð einstaklingsins, samfélagsins og umhverfisins.

Boðaður fundur er annar tveggja sem haldnir verða í haust í þessum tilgangi en markmið þeirra er að kalla eftir hugmyndum, tillögum og væntingum þátttakenda inn í stefnumörkunina. Starfsfólk skóla- og frístundasviðs er sérstaklega hvatt til að mæta og taka þátt í mótun stefnunnar.

Hlutverk ofangreinds starfshóps er að móta stefnu sviðsins í menntun til sjálfbærni í leikskólum, grunnskólum, félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum, frístundaklúbbum og skólahljómsveitum. Hópurinn vinnur í samræmi við fyrirmæli aðalnámskráa leikskóla og grunnskóla, starfsskrár frístundamiðstöðva, stefnu um skóla án aðgreiningar og aðrar stefnur Reykjavíkurborgar sem snerta umfjöllunarefnið.

Sjá Facebookviðburð um fundinn.


Birt:
15. september 2015
Höfundur:
Helena Óladóttir
Tilvitnun:
Helena Óladóttir „Samráðsfundur um stefnu SFS í menntun til sjálfbærni“, Náttúran.is: 15. september 2015 URL: http://nature.is/d/2015/09/15/samradsfundur-um-stefnu-sfs-i-menntun-til-sjalfbae/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: