Glæra Páls Líndals þar sem vitnað er orð Páls Skúlasonar heitins.

Í dag héldu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands málþing um miðhálendið í Laugardalshöllinni. Málþingið var gríðarvel sótt, húsfyllir var en um 80-90 manns sátu fundinn sem stóð frá kl. 10:30 til kl. 16:00.

Sjá nánar um dagskrána í frétt og viðburði um málþingið hér.

Á málþinginu um miðhálendið í Laugardalshöll.Fyrirlesarar fræddu um hinar ýmsu hliðar er varða hálendið og ástæðuna fyrir verndunar þess til framtíðar. Mikill hugur var í fólki og nú tekur við markviss vinna að því að vinna málstaðnum brautargengis á ölllum vígstöðvum en eins og kunnugt er vinna stjórnvöld leitt og ljóst að því að brjóta niður sáttina sem rammaáætlun átti að tryggja og við það verður ekki unað. 

Upptaka var send út beint af fundinum og mun hún einnig vera aðgengileg á YouTube innan tíðar.

Gestafyrirlesari var Dr. Peter Prokosch en hann var í viðtali í kvöldfréttum. Sjá viðtalið.

Titill greinar tekinn af glæru úr fyrirlestri Páls Líndals er hann vitnaði í viðtal við Pál Skúlason í Morgunblaðinu frá 11. maí sl. þ.e.:,,[Hálendið] er langdýrmætasta auðlind okkar hvernig sem á málið er litið.“

Birt:
16. maí 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hálendið er langdýrmætasta auðlind okkar hvernig sem á málið er litið“, Náttúran.is: 16. maí 2015 URL: http://nature.is/d/2015/05/16/halendid-er-langdyrmaetasta-audlind-okkar-hvernig-/ [Skoðað:16. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: