Grænt Íslandskort er samvinnuverkefni Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ára rannsóknarvinnu á vistvænum kostum í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi.

Græna kortið er á; íslensku, ensku, þýsku, ítölsku og frönsku, og tengist hinu gríðarlega ...

Splunkunýtt Grænt kort / Green Map IS sem Náttúran.is stendur fyrir þróun og framleiðslu á verður frumsýnt og kynnt á Vísindavöku Rannís í Háskólabíói föstudaginn 27. september frá kl. 17:00 - 22:00.

Kynningin er á vegum Ferðamálafræði og landfræðideildar Háskóla Íslands og ber yfirskriftina Grænt Ísland - forsenda ferðaþjónustu.

Við munum dreifa Græna kortinu til gesta auk þess að sýna ...

Úthlutað hefur verið úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups í ár og meðal þeirra verkefna sem styrk voru að þessu sinni er verkefnið Grænt Íslandskort í app-útgáfu sem Náttúran.is vinnur nú að. Samtals var úthlutað 18.900.000.- kr til 27 verkefna.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

Sjá nánar um öll verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni:

 

Náttúran.is vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu útgáfu Græna Reykjavíkurkortsins sem kom út nú í júlí 2011. Án þeirra hefði kortið aldrei litið dagsins ljós. Við viljum þakka öllu því góða fólki, í eftirfarandi fyrirtækjum og stofnunum, sem tók ákvörðun um að Grænt Reykjavíkurkort væri mikilvægt tillegg til samfélagsins. Þau eru:

  • Elding - Hvalaskoðun Reykjavík
  • Farfuglaheimilin ...

Umhverfisráðuneytið hefur veitt vefnum Náttúran.is styrk til áframhaldandi þróunar Græna Íslandskortsins/Green Map, en grænkortagerðin er samvinnuverkefni milli Náttúran.is, alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Land- og Ferðamálafræðistofu Verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

Sjá Græna Íslandskortið, og ensku útgáfuna Green Map Iceland.

Í gær barst Náttúrunni bréf um að vefurinn hafi fengið styrk til áframhaldandi þróunar Græna Íslandskortsins/Green Map frá Iðnaðarráðuneytinu, en grænkortagerðin er samvinnuverkefni milli Náttúran.is, alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Land- og Ferðamálafræðistofu Verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Styrkurinn gerir okkur kleift að halda áfram með rannsóknarvinnu og skráningar aðila á græna kortið með viðbótarflokkum sem spanna ...

Skilaboð: