Heimilið er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Þar eigum við skjól fyrir veðri og vindum hversdagsins. Þar fáum við hvíld og endurnærum líkama og sál. Með því að stjórna umhverfismálum heimilisins náum við einnig stjórn á umhverfismálum heimsins. Ef hver og einn hugsaði af kostgæfni um heimili sitt og nánasta umhverfi myndi margt fara á betri veg. Húsið er ...

Nordeniskolen.org vefurinn en hann er einnig á íslensku.„Sjálfbærni er það að geyma fyrir komandi kynslóðir.“ Svona einfalt er svarið þegar spurningin er lögð fyrir fulltrúa komandi kynslóðar í 7. bekk C í Krogård-skólanum í Danmörku. Bekkurinn vann fyrstu umferð í Stóru norrænu loftslagsáskoruninni sem er námstengd keppni 12 til 14 ára barna á öllum Norðurlöndum og snýst um það að spara orku og fræðast um loftslagsáskoranir nútímans ...

Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki um umhverfisvænan lífsstíl og lykill að umhverfislausnum fyrir heimilið. Skoða Húsið og umhverfið.

Þegar spurningar vakna um einstaka hluti á heimilinu eða þegar þú þarft að kaupa nýja hluti þá getur þú leitað þér uppplýsinga í Húsinu og umhverfinu á auðveldan hátt og verið viss um að upplýsingarnar séu vandaðar og ábyggilegar.

Í Húsinu ...

Umhverfi barnsins þarf að vera öruggt og uppfylla þarfir þess nótt sem dag. Foreldrar eiga það til að fara út í öfgar með skreytingu herbergja litlu englanna sinna. Of mikið af dóti getur kaffært hugmyndaflug barnsins og sett þau í þá stöðu að þurfa sífellt að velja og hafna. Börn þurfa ekki allt þetta dót. Einföld sterk leikföng sem vaxa ...

Heimilið er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Þar eigum við skjól fyrir veðri og vindum hversdagsins. Þar fáum við hvíld og endurnærum líkama og sál. Með því að stjórna umhverfismálum heimilisins náum við einnig stjórn á umhverfismálum heimsins. Ef hver og einn hugsaði af kostgæfni um heimili sitt og nánasta umhverfi myndi margt fara á betri veg. Húsið er ...

Opinn fundur/vinnustofa um hagkvæmar tæknilausnir fyrir vistvænar byggingar verður haldinn á Hilton Reykjavik Nordica, miðvikudaginn 20. nóvember 2013. Kl. 10:00-12:00.

Fundurinn er á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Vistbyggðarráðs og er hluti af stóru evrópuverkefni sem ber heitið, Europe Enterprize Network.

Á fundinum verður áhersla lögð á það að skoða rekstrarlegan og heilsusamlegan ávinning vistvænna bygginga hvort sem ...

Bækur vekja athygli barna mjög snemma. Fyrsta bókin getur verið myndaalbúm með myndum af mömmu, pabba og systkinunum eða harðspjaldabók með einföldum myndum af húsdýrunum. Þessar bækur geta verið tuggðar og plastbækur sognar. Plastmýkingarefni svokölluð þalöt eru vandamál í leikföngum, sérstaklega í mjúku plasti og eru talin sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum ...

Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum. Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð eða lökkuð með óvistvænum og jafnvel skaðlegum efnum. Plastmýkingarefni svokölluð þalöt eru talin sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum í líkamanum og hafa því hormónatruflandi áhrif. Eldhemjandi efni og blýmagn ...

Sæng barnsins ætti ekki að vera of þung og ekki of stór. Útöndun og einangrunargildi í ekta dúnsæng (æðadún eða gæsadún) er auðvitað betri en úr gerviefnum og því í flestum tilfellum hollari. Nauðsynlegt er að viðra sængina reglulega og helst láta hreinsa hana eftir þörfum.

Við val á sængurfötum ættum við m.a. að taka tillit til þess að ...

Barnahúsgögn eru oft stækkanleg, t.d. hægt að lengja rúm og hækka borð og stóla. Slík húsgögn geta verið mjög umhverfisvæn þar sem þau er hægt að nota lengi. Það er þó margt annað sem hafa ber í huga eins og t.d. hvort að þau séu raunverulega það sterkbyggð að þau þoli margra ára ef ekki áratuga notkun.

Vönduð ...

Myndlist þ.e. litir og form í barnaherberginu þarf að fylgja aldri og persónuleika barnsins. Barnaherbergið er veröld barnsins og það á að fá að taka þátt í að móta hana. Myndir eftir barnið, ljósmyndir af fjölskyldunni eða mynd af uppáhalds dýrinu eru vinsæl myndefni.

Veggir sem ekki eru ofhlaðnir kalla jafnvel frekar á frjóa hugsun en veggir sem eru ...

Leikur er nám og nám getur verið leikur. Það er þó ekki alltaf raunin, allt fer eftir því hvernig litið er á hlutina. Þetta á við hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Börn ættu að fá að vera börn eins lengi og unnt er, helst langt fram á elliár.

6 ára börn sem sett eru niður við skrifborð (skólaborð) klukkutímunum saman ...

Litir eru magnað fyrirbæri og hafa gífurleg áhrif bæði á sál og líkama. Það er því ekki hægt að komast hjá því að lýsa áhrifum þeirra hér í stuttu máli:

Rauður = Heitur litur, æsir upp, ekki ráðlegur litur fyrir órólegt barn en góður í hófi fyrir rólegt barn. Heilt herbergi í skærrauðum lit myndi þó vera allt of yfirgnæfandi. Það ...

Afþreying er fullorðinsorð yfir það sem börn myndu kalla leik eða skemmtun. Oft heldur fullorðið fólk að það þurfi stöðugt að hafa ofan af fyrir börnum, þ.e. finna þeim eitthvað til að hafa fyrir stafni. Barnið venst fljótt á það að allt eigi að vera skemmtilegt og lærir aldrei að fást við leiðann. Ef börnum er alltaf fundið eitthvað ...

Í september hefst námskeið fyrir barnshafandi konur í Orkulundi heilsumiðstöð, í Viðjalundi á Akureyri.
Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30-18:00.

Kennarar eru Anna Dóra Hermannsdóttir yogakennari og Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir.

Takmarkaður fjöldi.

Verðandi feður sérstaklega boðnir með í ákveðna tíma.

Nánari upplýsingar hjá Ingu í síma 899 9803.

Grafík: Barnshafandi kona, Guðrún Tryggvadóttir og Signý ...

Óðinsauga hefur gefið út nýja barnabók „Skýjahnoðra“ en hugmyndin að bókinni er að ýta undir umhverfisvitund barna. Skýjahnoðrar tengir hreint loft við fagra drauma en draumarnir standa fyrir framtíðina. Huginn Þór höfundur bókarinnar segir söguna um Skýjahnoðrana vera viðleitni til að fá börn til að hugsa um umhverfi sitt og að komandi kynslóðir leiti leiða til að takmarka ágang á ...

Evrópusambandið hefur nú ákveðið að banna BPA (Bisphenol-A) í pelum frá og með miðju næsta ári. Mikil umræða hefur verið um efnið en rannsóknir benda til þess að það geti haft óæskileg áhrif á líkamann. Neytendablaðið hefur fjallað um skaðsemi BPA hér og hér

Danmörk, Frakkland. Ástralía og Kanada hafa þegar bannað BPA í pelum auk nokkurra fylkja Bandaríkjanna. Neytendasamtökin ...

Natursutten snuðVefverslunin Litla kistan www.litlakistan.is hefur hafið sölu á Natursutten snuðum en þau eru heilsteypt gúmmísnuð, framleidd úr náttúrulegu gúmmíi, unnið er úr gúmmítrénu Hevea brasiliensi.

Snuðin innihalda engin af þeim efnum sem nýlegar rannsóknir hafa sýnt að séu hormónatruflandi s.s. pthalöt og BPA. Engir parabenar, litarefni né PVC-efni eru í snuðunum. Protein sem framkallað getur latexofnæmi hefur ...

Það borgar sig að flokka sorp og endurvinna. En endurvinnsla er ekki aðeins fólgin í að flokka og fara með til endurvinnslustöðva. Það má líka endurnýta heima og búa til skemmtilega hluti úr „ruslinu“ eins og t.d. skrín.

Þú þarft: Tómar fernur, klæðisbút eða skrautpappír, lím og skæri, perlur eða annað skraut.

Klipptu ofan af fernunni og þá er ...

Tíminn líður og drengurinn stækkar og stækkar. Guttinn er að verða fjögurra mánaða. Það sem er svo yndislegt er, að persónuleiki hans og vilji er að koma í ljós. Honum finnst gaman að horfa á stóra gröfu moka snjó en leiðinlegt að vera settur í ömmustólinn. Honum finnast strútar skrýtnir en pabbi sinn bæði skrýtinn og skemmtilegur. Og mamma er ...

Skilaboð: