Matjurtargarður getur verið stór eða lítill, villtur eða ákaflega vel skipulagður eins og Eldhúsgarðurinn hér á vef Náttúrunnar en hann er hugsaður sem einskonar „fyrirmyndargarður“ sem hver og einn getur síðan breytt að eigin geðþótta og aðlagað aðstæðum svo sem;  fjölskyldu- og garðstærð, tíma og nennu.

Hugmyndin að Eldhúsgarðinum* er sú að útfæra matjurtaræktun sem getur verið flókin á einfaldan ...

 

Samfara því að taka upp úr beðunum er gott að tína gömul, fölnuð blöð og láta sniglana ekki verpa undir þeim. Eins þarf að hreinsa burt illgresi en það er yfirleitt létt verk á haustin. Um haugarfann segir í Matjurtabók Garðyrkjufélagsins að hann sé algengastur og frægastur að endemum, svo almenningur nefni jafnvel allar aðrar illgresistegundir eftir honum. Viðkoman sé ...

23. september 2014

RauðrófurÞað er sagt að klukkustund í garðinum á dag sé tíminn sem þarf til að sinna honum og ég held þetta sé satt. Vegna veðurlagsins virkar þetta þó ekki svona. Vinnan dreifist ekki jafnt. Margir dagar henta ekki til útivinnu en aðra daga slítur maður sig ekki frá garðinum. Svo má aðskilja það sem kallast getur vinna frá því sem ...

Eldhúsgarðurinn er þáttur hér á vefnum sem snýst um að gera skipulag garðsins einfaldara og ánægjuna af ræktuninni þeim mun meiri, og gjöfulli uppskeru, vonandi.

Eldhúsgarðurinn er í raun fjórskiptur, en garðurinn er allur hugsaður út frá fermetrum þannig að hægt sé að rótera plöntutegundum á milli ára enda byggir garðurinn á lífrænni ræktun þar sem jarðvegurinn á að fá ...

Kartöflur [Solanum tuberosum].

Íslensku afbrigðin (yrkin) eru þrjú; rauðar íslenskar, gular íslenskar og bláar íslenskar.

Vaxtarrými: 33X33cm
Dýpt: Fer eftir yrki, 5-10 cm
Gróðursetning: Maí
Uppskera: Ágúst-september

Kartöflugrös eru viðkvæm og falla við fyrsta frost. Talið er þó að kartöflurnar sjálfar geti þroskast í moldinni í eina tíu daga eftir að grösin eru fallin svo það er engin ástæða til ...

Grænkálsgrey„Finndu stystu leiðina milli moldar, handa og munns“, er haft eftir Lanza Del Vasto, ítölskum heimspekingi, ljóðskáldi og friðarsinna sem fæddur var árið 1901 og sem náði að dvelja með Mahatma Gandi og er oft kallaður fyrsti vestræni lærisveinn hans.

Þessi kenning er að ná eyrum fólks á Íslandi. Við erum meðvitaðri nú um að best er að fæðan verði ...

Efnisorð:

Grænar síður aðilar

Skipulag

Skilaboð: