Ljósm. Haustuppskera, Guðrún Tryggvadóttir.Ólafs sögu helga segir frá því að Knútur Danakonungur situr í York á Englandi og vill kalla til erfða í Noregi. Þegar Ólafi berast þær fregnir mælir hann þunglega: „Nú kallar hann til ættleifðar minnar í hendur mér. Kunna skyldi hann hóf að um ágirni sína. Eða mun hann einn ætla að ráða fyrir öllum Norðurlöndum? Eða mun hann einn ...

13. ágúst 2015

Fíflablöð eru mest notuð hrá í salat en sé hörgull á öðru grænu eru þau soðin í súpum og höfð í pottrétti. Blöðin má leggja í vatn í nokkrar mínútur áður en þau eru sett í pott, það dregur úr remmu. Blaðstöngullinn er beiskari en laufið sjálft og það grófasta af honum má rífa burt, hafi maður tíma til þess ...

24. júní 2015

Sú tilgáta hefur verið sett fram, að njólinn hafi verið fluttur inn sem matjurt frá Noregi snemma á öldum, en þó kann hann að hafa fundið sér leið hingað sjálfur. Hann heldur sig þó helst kringum mannabústaði og síður á víðavangi og vildu víst ýmsir sem berjast við hann, að hann hefði aldrei komið.

Mörgum brá í brún þegar Ingólfur ...

Njóli. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á sumarsólstöðum mun auðveldast að ná njóla upp með rótum, en hann á að vera næsta laus frá moldu einmitt nú. Þetta ráð kemur frá mætum manni, Bjarna Guðmundssyni, fv. prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og mun því ekki rengt hér heldur fólk hvatt til að láta reyna á rótleysi njólans á sumarsólstöðum, skildi hann eiga sér bústað þar ...

Brönugrös. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þetta er auðvitað upphaflega merkistíð sem „lengsti dagur ársins“, en vegna skekkju júlíanska tímatalsins hafði hann færst til um nálægt því þrjá daga miðað við sólarárið, þegar kirkjan afréð að fastsetja fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara við sólstöður vetur og sumar. Þess skal getið í leiðinni, að júní sjálfur heitir í almanaki Guðbrands Þorlákssonar nóttleysumánuður.

Jónsmessa er kennd við ...

Mjaðurt [Filipendula ulmaria]. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirKyngimagnaðar sögur af undrum sem gerast á Jónsmessunótt* er að finna víða í þjóðsögum og hindurvitnum. Flestir kannast við að kýr geti talað mannamál þá nótt og hafa heyrt að gott sé að rúlla sér berstrípuðum úr dögginni á Jónsmessunótt.

Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir m.a.:

„Nokkrar grastegundir skal vera gott að tína á Jónsmessunótt. Þá má ...

Því er lýst í hugljúfri austurlenskri sögu hvernig tedrykkja húsmóður verður að nokkurs konar innlifun þar sem ketillinn, suðið í sjóðandi vatninu og ilmurinn af jurtunum renna saman við tilhlökkunina um friðarstund. Í Japan varð enda tedrykkja að listformi í anda Zenbúddisma. Sérstök tehús voru byggð samkvæmt fagurfræðilegum reglum. Jafnvel aðkoman sjálf, þar sem stiklað var eftir óreglulegum náttúruhellum í ...

Fjallagrös (Cetraria islandica)... þetta brúnleita í miðiðEggert Ólafsson skilgreinir grös í – þá almennilegu, stóru rauðfætlinga, klóunginn og kræðuna. Þó áður fyrr væri farið til grasa á vorin er eins víst að það hafi verið gert til að koma því frá áður en heyskapur byrjaði. Nú tínum við grös á sumarferðalögum. Þórbergur Þórðarson segir frá upplifun sinni af grasaferðum í bókinni Í Suðursveit: „Maður hlakkaði til grasaferðanna ...

06. ágúst 2014

Vallhumall (Achillea millefolium)Vallhumall lætur ekki mikið yfir sér en margir telja hann til leiðinda illgresis því hann velur sér gjarnan vegkanta og þurrar brekkur sem búsvæði en oft má einmitt þekkja góðar lækningajurtir á því að þær finna sér bólstað þar sem græða þarf upp landið.

Vallhumall er ein magnaðasta græðijurt sem vex á Íslandi og nú er ágætur tími til að ...

Fjörukál (Cakile maritime)Hásumarið er tilvalið til að safna jurtum og laumast í snemmuppskeruna. Á dögunum fórum við fjölskyldan í gönguferð sem reyndist vera skemmtileg fæðuöflun. Í fjörunni fórum við, enn sem oftar, að narta í plöntur. Ég hafði með mér Íslensku plöntuhandbókina og fór að týna fjörufang til að fræðast.

Ég fann ýmislegt. Hér er t.a.m. ein af lystisemdum úr ...

Árið 1987 kom út bókin Ásta grasalæknir, líf hennar og lækningar og dulræn reynsla. Bókin er eins konar viðtalsbók, skráð af Atla Magnússyni, þar sem Ásta Erlingsdóttir lýsir lífi sínu og lækningum í eigin orðum ásamt því sem Atli hefur skráð vitnisburði fólks sem til hennar leituðu. Í bókinni er áhugaverður kafli um notkun á ýmsum tilfallandi jurtum sem finna ...

Á baksíðu jurtalækningakvers Erlings Filippussonar hefur Una Pétursdóttir, sem var fædd 1896, krotað þessa uppskrift:

Blóðberg – öll jurtin
Ljónslappi eða maríustakkur – blöð
Vallhumall – blöð og blóm
Silfurmura – blöð Gulmaðra – blöð og blóm
Rjúpnalauf – blöð og leggir Beitilyng – blómstrandi greinar
Jarðarberjalauf (villt) eða hrútaberjalauf
Sólberjalauf
Piparminta – blöð
Sítrónumelissa – blöð
Stjúpmæður eða þrílit fjóla (íslensk) – blöð og blóm
Morgunfrú – blöð og blóm ...

07. nóvember 2013

Horblaðka (Menyathes trifoliata) er algeng í votlendi, síkjum og grunnum tjörnum, um allt land. Í plöntunni eru bitrir sykrungar, þ.á.m. lóganín og fólíamentín, einnig flavonar, sápungar, ilmolíur, inúlín, kólín, C-vítamín og joð. Nota má blöð horblöðkunnar til að örva meltingu og hægðir, auk þess sem inntaka virkar bólgueyðandi, þvagdrífandi og hitastillandi. Um notkun segir Arnbjörg Linda Jónhannsdóttir grasalæknir ...

Garðrækt hefur ekki langa sögu á Íslandi. Það var ekki fyrr en seint á 18. öld að farið var að gera tilraunir með kartöflurækt og ræktun annarra matjurta hér á landi. Hins vegar var því þannig háttað í Englandi og víða á meginlandi Evrópu fyrr á tímum, að enginn bóndi lét sér detta í hug að kaupa grænmeti, eða egg ...

„Góð og forstöndug húsmóðir gætir þess jafnan að allur hennar matur sé hreinn, þokkalegur álits, smekkgóður og allra helst að hann hollur sé. Hér til vandar hún mest hreinláta meðferð allra hluta, helst matvælanna og allra þeirra kera og íláta. sem þar til brúkast, svo sem eru mjaltafötur, rjómatrog og dallar, samt öll keröld, sem til matar er höfð. Hún ...

Frá Dolmadakiu í Grikklandi kemur uppskrift að fyllingu sem er vafin í vínviðarlauf og soðin. Á þessum rétti er gott að spreyta sig við sérstaklega hátíðleg tækifæri enda er hann talinn til þeirrar fæðu sem hæfi sjálfum guðunum.

3/4 bolli stutt hrísgrjón 1/4 bolli furuhnetur vorlaukur, graslaukur eða blaðlaukur fínt hakkaður væn teskeið af fínsaxaðri steinselju og önnur ...

10. júní 2013

Lúpínan stækkar nú ört og fjólublá blómin farar brátt að sjást og skreyta meli og móa vítt og breytt um landið.

Alaskalúpínan [Lupinus nootkatensis donn ex Simms] var flutt frá Alaska til Íslands árið 1945 af Hákoni Bjarnasyni. Þó er talið að hún hafi áður borist til Íslands, seint á 19. öldinni, þá notuð sem skrautjurt í garða. Lúpínan líkt ...

Dagur hinna villtu blóma verður næst haldinn sunnudaginn 17. júní árið 2012. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að ...

14. júní 2012

Félagið Matur- Saga- Menning býður til fundar um kornrækt og kornneyslu fyrr og nú. Kornrækt hefur aukist á Íslandi og margar nýjungar komið fram. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20:00 - 22:00 í Matvís, Stórhöfða 31 110 Rvk, aðkoma að neðanverðu við húsið.

Framsögumenn eru:

  • Jónatan Hermannsson - Kornrækt fyrr og nú.
  • Eymundur Magnússon í Vallanesi - Kornrækt, framleiðsla ...
  • Efnisorð:

    Grænar síður aðilar

    Gamalt og nýtt

    Matur- Saga- Menning

    Skilaboð: