Þúfusteinsbrjótur. Ljósm. Einar Bergmundur.Á degi hinna villtu blóma í Alviðru 2015Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 19. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta ...

Rifsberjarunni (Ribes rubrum)Rifsber þurfa góðan raka meðan berin eru að þroskast til þess að þau verði stór og safarík. Hefðbundna aðferðin er að gera hlaup úr berjunum. Ef hlaup mistekst hafa berin að öllum líkindum verið orðin of þroskuð. Hleypiefnið er í þeim ljósu og þarna er um að gera að tína snemma og að vera á undan þröstunum. Hlaupið verður samt ...

03. september 2015

Uppskrift af mjaðurtar-svaladrykk frá Önnu Karlsdóttur:

Tínið minnst 40-50 blómkólfa af mjaðurt í fullum blóma*, á stað fjarri byggð og þar sem gnægt er af henni.

  • Sjóðið 2 lítra af vatni með 1 kílói af sykri (gæti t.d verið helmingur hvítur og helmingur brúnn eða minna unninn sykur).
  • 3 -4 sítrónur (helst lífrænar, annars vel skrúbbaðar) í sneiðum.
  • Leggið ...

Vallhumall [Achillea millefolium]

Lýsing: Jurtin er 10-50 cm há. Efst á stönglinum sitja blómin, margar körfur saman og mynda þéttan koll. Stöngullinn er seigur, hærður og á honum sitja stakstæð fín-fjaðurskipt blöð. Blómin oftast hvít, stundum bleik eða rauð. Algengur um allt land í þurrum jarðvegi.

Árstími: Takist áður en stöngullinn trénar. Júlí-ágúst. Vallhumall er bestur ef aðeins eru tekin ...

Morgunfrú, Marigold
(Calendula officinalis)

Gamla nafnið yfir þessa jurt er „gull“, Marigold á ensku enda lítur blómið út eins og glampandi gull í sinni tilkomumiklu fegurð. Morgunfrúin hefur unnið sér sess í görðum heimsins vegna þess hve hún er mikilvæg í heimilisapótekið en hún er bæði notuð innvortis og útvortis auk þess sem hún er notuð til matar. Hún er ...

Birki- og mjaðurtar - bað og nuddolía, góð fyrir liðamótin

Mjaðurt lögð til þurrkunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Innihald:       
Birkilauf  2/3 hluti
Mjaðurt 1/3 hluti   
Ólífuolía 2/3 full krukka
Rósmarín kjarnaolía, nokkrir dropar

Til gerðar þarf:
Ílát: Góðan pott og skál
Verkfæri: Sleif, hníf og skurðarbretti

Nýttir plöntuhlutar: Laufið af birkinu og blómið af mjaðurtinni skorið smátt   
Tími söfnunar: Birkið tínt af heilbrigðum plöntum, helst ný ...

Stönglarnir settir í krukku og flórsykri hellt yfir, hrista verður niður í krukkunni nokkrum sinnum til að geta fyllt hana alveg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Nú er rétti tíminn til að skera hvönn og margt gott hægt að gera úr stönglum ætihvannarinnar [Angelica archangelica]. Seinna í sumar er síðan hægt að safna fræjum, þurrka og nota í brauð. Einn af eiginleikum ætihvannarinnar er að vinna gegn öndunarerfiðleikum og hósta og því tilvalið að nota þessa frábæru jurt til að útbúa hóstastillandi hálstöflur eða dropa.

Stönglarnir togaðir upp úr krukkunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Einfalt ...

27. júlí 2015

RabarbariSé mikil rabarbarauppskera og ílát takmörkuð til geymslu á rabarbaranum, er heppileg aðferð að þurrka hann. Einnig kemur það sér vel, að minni sykur þarf í þurrkaðan rabarbara en nýjan, þegar hann er matbúinn. Best er að þurrka rabarbarann um hásumarið.

Rabarbarinn er þveginn, þerraður, ekki flysjaður. Skorinn í 10 cm. langa bita, sé leggurinn gildur, er hann skorinn í ...

26. júlí 2015

Mjaðurt haldið á lofti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Mjaðurt [Filipendula ulmaria]

Lýsing: Uppréttur stöngull, blöðin stór, samsett, dökkgræn á efra borði en grálóhærð að neðan. Blómin smá, mörg saman í stórum skúfum. Rósaætt. Algeng í rökum jarðvegi einkum á Suður- og Vesturlandi.

Árstími: Júlí

Tínsla: Takist fullsprottin og nýblómguð, áður en stöngull verður verulega trénaður. Notið sigð eða ljá og skerið stöngulinn 15-20 sm ofan við rót.

Meðferð ...

Blóðberg í skjóðu. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Blóðberg [Thymus praecox ssp. Arcticus]

Lýsing: Afar fíngerður jarðlægur smárunni sem blómstrar mikið, rauðbleikum eða blárauðum blómum, í júní. Algengt í mólendi, melum og sendnum jarðvegi um allt land.

Árstími: Blóðberg þarf að tína í júní, um það leyti sem blómgun er að hefjast. Blómgunin er fyrst á láglendi en síðar eftir því sem það vex hærra. Því má lengja ...

Hindber (Rubus idaeus L.)Hindber eru allt frá miðöldum þekkt fyrir lækningamátt sinn. Hindberið er í raun ekki ber heldur safn um 20 smárra steinaldina. Ber, blöð og rætur hindberjarunnans eru talin hafa lækningamátt.

Hindberjablaðate er talið geta hjálpað börnum með niðurgang, og á að geta unnið gegn krabbameini í slímhúð og um leið styrkja slímhúðina.

Hindberjablaðate er einnig talið geta styrkt móðurlífið og ...

Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóley [Caltha palustris] eða lækjarsóley er algeng á láglendi um allt land, lítið á hálendinu, nær þó stundum upp í 300-400 m inni á heiðum. Hæst fundin við jarðhita í 600 m hæð á Hveravöllum og í Landmannalaugum, í köldum jarðvegi hæst í 540 m hæð við Hágöngur í Vopnafirði.  Hún vex í mýrum, vatnsfarvegum og keldum og meðfram lygnum ...

Ljósmynd: Fjalldalafífill í Grímsnesi, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Fjalldalafífill [Geum rivale] er hávaxinn og drúpir höfði eins og sorgmædd rauðlituð sóley. Hann er algengur nánast um allt land en vex best í rökum jarðvegi, í grösugum móum og hvömmum.

Í íslenskum lækningajurtum Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur segir m.a. um fjalldalafífilinn; „Jarðrenglurnar eru bæði bragðgóðar og áhrifaríkar gegn niðurgangi. Fjalldalafífillinn allur er góður við lystarleysi og lélegri meltingu. Fjalldalafífill ...

Ein af þeim Jónsmessujurtum* sem Árni Björnsson nefnir í bók sinni Sögu daganna er brönugras [Dactylorhiza maculata]: „Loks er brönugrasið, sem á að taka með fjöru sjávar. Haldið var, að það vekti losta og ástir milli karla og kvenna og stillti ósamlyndi hjóna, ef þau svæfu á því. Það heitir líka hjónagras, elskugras, friggjargras, graðrót og vinagras. Það skal hafa ...

Brönugrös. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þetta er auðvitað upphaflega merkistíð sem „lengsti dagur ársins“, en vegna skekkju júlíanska tímatalsins hafði hann færst til um nálægt því þrjá daga miðað við sólarárið, þegar kirkjan afréð að fastsetja fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara við sólstöður vetur og sumar. Þess skal getið í leiðinni, að júní sjálfur heitir í almanaki Guðbrands Þorlákssonar nóttleysumánuður.

Jónsmessa er kennd við ...

Mjaðurt [Filipendula ulmaria]. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirKyngimagnaðar sögur af undrum sem gerast á Jónsmessunótt* er að finna víða í þjóðsögum og hindurvitnum. Flestir kannast við að kýr geti talað mannamál þá nótt og hafa heyrt að gott sé að rúlla sér berstrípuðum úr dögginni á Jónsmessunótt.

Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir m.a.:

„Nokkrar grastegundir skal vera gott að tína á Jónsmessunótt. Þá má ...

Tíkin Lotta og samferðarmenn njóta útsýnisins í mjúkum mosanum í blómagöngunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í gær var dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur víða um land og á Norðurlöndunum. Guðrún Tryggvadóttir leiðbeindi í göngunni á Suðurlandi en gengið var upp hlíðar Ingólfsfjalls, frá Alviðru. Gestir voru fjórir og veður yndislegt, logn, sól og hiti um 15 stig.

Gróðurinn er mjög stutt kominn, að minnsta kosti 3-4 vikum seinni í þroska en í meðalári. Blóm ...

Blómaskoðun í Flóanum á degi hinna villtu blóma. Ljósm. Einar Bergmundur.Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 14. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta ...

Skilaboð: