Stykkishólmur
340 Stykkishólmur

Á Græna kortinu:

Hefðbundið hverfi

Hverfi með húsum sem hafa verið gerð upp til upprunalegs ástands og sýna vel byggingararfleifð staðarins.

Umhverfisvæn ferðaþjónusta

Fyrirtæki eða stofnun sem hlotið hefur umhverfisviðurkenningu, starfar undir stefnu Grænna farfuglaheimila, uppfyllir skilyrði umhverfiskerfis Vakans eða er með alþjóðlega umhverfisvottun Earth Check eða Norræna Svaninn.

Vottanir og viðurkenningar:

Burðarplastpokalaust sveitarfélag

Merki tilraunaverkefnis á vegum Stykkishólmsbæjar sem felst í því að gera bæinn burðarplastpokalausann. Stefnt var að því að þann 4. september 2014 hafi burðarplastpokanotkun verið hætt með pompi og prakt í öllum verslunum í sveitarfélaginu. Ennfremur var stefnt að því að þekkingin sem verður til muni nýtast öðrum sveitarfélögum til að fylgja í kjölfarið.

EarthCheck Gold Certified

EarthCheck (áður Green Globe) er viðmiðunar-og vottunarkerfi sem stuðlar að sjálfbærri ferðaþjónustu. Það er byggt á Dagskrá 21 og gefur fyrirtækjum og samfélögum tækifæri á að vinna á markvissan hátt að umhverfismálum. EarthCheck leggur áherslu á þá meginþætti tengda umhverfinu, félags- og efnahagsmálum sem hafa mest áhrifa á umhverfið. Fyrirtæki í ferðaþjónusta og samfélög innan EarthCheck eru að finna um allan heim og í helstu greinum innan ferðaþjónustunnar. EarthCheck Gold Certified er merki þeirra fyrirtækja og og samfélaga sem náð hafa EarthCheck fullnaðarvottun.

Skilaboð: