Á Önundarhorni er til sölu fyrsta flokks nautakjöt UN1A af íslenskum stofni, allan ársins hring. Gripirnir eru fóðraðir á heimafengnu fóðri þ.e. heyi og byggi við bestu aðstæður. Þegar þeir eru rétt tveggja ára er þeim slátrað í sláturhúsi á Hellu. Þar fær kjötið að meyrna og er síðan fullunnið, merkt og vacumpakkað. Í boði er 1/2 og 1/4 hluti af skrokk. Í 1/4 er ca 30 -35 kg af hreinu kjöti, u.þ.b. helmingur hakk, restin steikur, gúllas og snitsel. Einnig er boðið upp á hamborgara fyrir þá sem það vilja. Hakkið, gúllasið og snitselið er í 500gr pakkningum. Afgreiðslufrestur er 2 - 4 vikur. Viðskiptavinir á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu fá kjötið keyrt beint heim að dyrum, óski þeir þess.


Önundarhorn
861 Hvolsvöllur

4822668

Vottanir og viðurkenningar:

Frá fyrstu hendi

„Frá fyrstu hendi” og hugtakið „Sveitamatur” eru gæðamerki á matvælum íslenskra sveita, þar sem megin þættir framleiðslunnar byggja á íslensu hráefni og íslenskri framleiðslu. Með íslensku hráefni er átt við hráefni frá landbúnaði, fiskveiðum og nýtingu afurða villtrar náttúru. Með framleiðslu er átt við framleiðslustað, hráefni, starfskrafta, reynslu, þekkingu og sögu- og menningarlegar hefðir.

Einungis félagsmenn í samtökunum Beint frá býli mega nota gæðamerkið „Frá fyrstu hendi” að undangenginni umsókn og að uppfylltum skilyrðum fyrir notkun gæðamerkisins.

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Skilaboð: