Tegund bús: Sauðfjárbú. Ferðaþjónusta.Til sölu/þjónusta: Reykt sauðakjöt. Handverk.Tökum á móti: Hópum og einstaklingum.Opnunartími árs: Allt árið.Aðstaða: Ferðaþjónusta og veitingaaðstaða. Boðið er upp á matar- og kaffiveitingarmeð áherslu á íslenska matarmenningu og þjóðlegan mat. Boðið er upp áskoðunar/gönguferðir með leiðsögn, en þær þarf að panta.Annað: Á bænum og í næsta nágrenni er falleg strandlengja og fjölskrúðugt fuglalíf. Stutt er í frábær útivistarsvæði, s.s. Rauðanes og Langanes. Svæðið er kjörið fyrir fuglaskoðunarfólk. Stutt er í næsta þéttbýli og þjónustu þar.


Ytra-Áland
681 Þórshöfn

4681290
8631290
ytra-aland@simnet.is
http://www.ytra-aland.is

Á Græna kortinu:

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

List

Staðir tengdir list og menningu um allt land.

Vottanir og viðurkenningar:

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Skilaboð: