Á Græna kortinu:

Íslenski hesturinn

Íslenski hesturinn er smávaxinn en mjög þolinn. Hann hefur fimm gangtegundir: fet, brokk, stökk, tölt og skeið. Hér kortleggjum við  aðila sem veita upplýsingar eða bjóða upp á hestaferðir.

Grænt fyrirtæki

Fyrirtæki sem hlotið hafa vottun frá Norræna Svaninum.

Umhverfisvæn ferðaþjónusta

Fyrirtæki eða stofnun sem hlotið hefur umhverfisviðurkenningu, starfar undir stefnu Grænna farfuglaheimila, uppfyllir skilyrði umhverfiskerfis Vakans eða er með alþjóðlega umhverfisvottun Earth Check eða Norræna Svaninn.

Vottanir og viðurkenningar:

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu

Ferðamálastofa veitir umhverfisverðlaun til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála. Verðlaunin eru veitt árlega.

 

Svanurinn

Svanurinn, Norræna umhverfismerkið, er opinbert umhverfismerki Norrænu ráðherranefndarinnar. Merkið hefur skapað sér ótvíræðan sess sem mikilvægasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum. Vottun hverrar vörur gildir að hámarki til þriggja ára. Við endurnýjun vottunar þarf að uppfylla auknar kröfur sem eru í sífelldri þróun og aukast. Kröfurnar eru gerðar í samráði við yfirvöld, iðnaðinn, verslun og umhverfissamtök. Kröfurnar taka til alls lífsferils vörunnar/þjónustunnar, frá framleiðslu til úrgangs. Svanurinn tekur nú til 70 vöruflokka allt frá uppþvottalegi til húsgagna og hótela.

Skilaboð: