Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni og tilraunakenndri list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn og ungt og upprennandi hæfileikafólk. Húsið er jafnframt heimkynni Errósafnsins og þar má alltaf ganga að sýningum listamannsins. Erró er einn af upphafsmönnum popplistarinnar í Evrópu og tvímælalaust einn þekktasti samtímalistamaður landsins.

Sex sýningarsalir eru í Hafnarhúsi, auk útiports, fjölnotarýmis og bókasafns. Á annarri hæð er leiksvæði fyrir börn sem nefnist Augnablik – staður til að staðnæmast. Svæðið er ætlað fyrir alla þá sem vilja fá útrás fyrir sköpunargáfuna.

Í Hafnarhúsi finnur þú, hvort í senn, spennandi og djarfar sýningar eftir annálaða innlenda og erlenda listamenn.


Tryggvagata 19
101 Reykjavík

5171200
listasafn@reykjavik.is
http://listasafnreykjavikur.is/

Á Græna kortinu:

Menningarsetur

Hér eru skráð öll menningarsetur á Íslandi. Þau eiga á ýmsan hátt snaran þátt í sjálfsmynd þjóðarinnar, umhverfi, menningu og ímynd borga og sveita. Söfn, setur og minnisvarðar sem og staðir sem eru ekki endilega stofnanavæddir eru skráðir í þennan flokk.

Safn

Söfn um allt land.

List

Staðir tengdir list og menningu um allt land.

Skilaboð: