Reykskemman á Stað í Reykhólahrepp hefur verið að selja heimareykt hangikjöt síðastliðin ár við góðar undirtektir. Þetta eru afurðir Beint frá býli og Veisla að vestan. Á Stað er rekið félagsbú þar sem Eiríkur og Fríða hafa stundað búskap síðan 1975, voru í félagsbúi með foreldrum Eiríks til 1982 en tóku þá alveg við búinu, árið 2002 kom dóttir þeirra Rebekka og tengdasonurinn Kristján inn í búskapinn. Mikið er lagt í að vanda til verka við allt sem er gert á bænum og sést það vel við ásýnd staðarins. Í hangikjötinu er í boði, lamba-, veturgamalt- og sauðakjöt (sauður er hrútur sem hefur verið geldur og alinn og orðinn veturgamall). Rauðmaginn er veiddur á vorin og reyktur. Æðardúnn og æðardúnssængur eru til sölu.

Tegund bús: Sauðfjár- og kúabú. Æðarrækt.
Til sölu: Heimareykt hangikjöt. Heimareyktur rauðmagi. Æðardúnn.
Tökum á móti: Einstaklingum. Minni hópum ef óskað er eftir.
Opnunartími árs: Hangikjötið er til sölu í nóvember og desember. Rauðmaginn að sumri til.
Æðardúnn allt árið.
Annað: Eyjasigling er með hópferðir frá Staðarhöfn. Bændagisting er á Miðjanesi. Gistiheimili er að Álftalandi á Reykhólum. Hótel Bjarkarlundur er skammt frá. Hlunnindasafn, sundlaug og verslun eru á Reykhólum.


Staður, Reykhólasveit
380 Reykhólahreppur

8931389

Á Græna kortinu:

Vottuð náttúruafurð

Afurðir byggðar á sjálfbærri nýtingu auðlinda og/eða afurðir sem teljast leyfileg aðföng í lífræna framleiðslu. Náttúruafurð er meðhöndluð frá og með söfnun til síðustu pökkunar eða merkingar eins og um lífræna afurð væri að ræða, en er auðkennd sem vottuð náttúruafurð.

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Vottanir og viðurkenningar:

Frá fyrstu hendi

„Frá fyrstu hendi” og hugtakið „Sveitamatur” eru gæðamerki á matvælum íslenskra sveita, þar sem megin þættir framleiðslunnar byggja á íslensu hráefni og íslenskri framleiðslu. Með íslensku hráefni er átt við hráefni frá landbúnaði, fiskveiðum og nýtingu afurða villtrar náttúru. Með framleiðslu er átt við framleiðslustað, hráefni, starfskrafta, reynslu, þekkingu og sögu- og menningarlegar hefðir.

Einungis félagsmenn í samtökunum Beint frá býli mega nota gæðamerkið „Frá fyrstu hendi” að undangenginni umsókn og að uppfylltum skilyrðum fyrir notkun gæðamerkisins.

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Skilaboð: